Rafmagnstruflanir mesta áhyggjuefni viðbragðsaðila Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 10. desember 2019 18:52 Mikið hefur verið um útköll og þúsundir manna eru í viðbragðsstöðu vegna aftakaveðurs. Allt flug var fellt niður frá Keflavíkurflugvelli og öllu innanlandsflugi var aflýst eftir hádegi. Veðrið hefur einnig haft víðtæk áhrif á samgöngur á jörðu niðri en vegalokanir gilda um allt land og hefur öllum vegum frá höfuðborgarsvæðinu verið lokað nema Reykjanesbraut. Um 160 til 170 útköll hafa borist í dag auk lokanna sagði Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg í beinni útsendingu kvöldfréttum Stöðvar 2. „Tuttugu og sjö björgunarsveitir hafa komið að þessu í flestum landshlutum og þetta eru rétt tæplega þrjú hundruð manns, sjálfboðaliðar björgunarsveitanna, sem hafa verið í dag og það eru um það bil tvö hundruð manns í viðbragðsstöðu,“ sagði Jónas. „Sem betur fer hefur ekki verið mikið um alvarleg útköll og raunverulega ekkert alvarlegt. Það hafa bílar fokið út af, það hafa verið þakplötur og annað slíkt. Flutningur á heilbrigðisstarfsfólki í vinnu og frá vinnu og svo framvegis. Þetta eru hefðbundin óveðursútköll,“ sagði Jónas. Eins og sést á þessu tilkynningakorti RARIK er rafmagnslaust mjög víða á Norðurlandi eystra. Hann sagði ófærð á Norðvesturlandi hafa sett strik í reikninginn þar sem aðeins snjóbílar séu færir um að komast um þar núna. Snjóbílar voru sendir í gær frá höfuðborgarsvæðinu til aðstoðar. Auk þess hafa fjöldahjálparstöðvar á vegum Rauða krossins verið settar upp víðs vegar á Suðvesturlandi, á Kjalarnesi, Selfossi og á Borg í Grímsnesi. „Þær eru aðallega til að sinna ferðamönnum sem eru strandaglópar og komast ekki á sinn gististað,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Tæplega þrjátíu manns hafi leitað á þessar fjöldahjálparstöðvar í heildina enn sem komið er. Hann sagði helsta áhyggjuefnið vera rafmagnstruflanir en þær geta haft áhrif á fjarskiptakerfi viðbragðsaðila. „Það eru helst rafmagnstruflanir, því það getur haft áhrif á fjarskiptin og það er alltaf svolítið áhyggjuefni fyrir okkur ef að fólk nær ekki í okkur og við náum ekki í fólk. Eins ef við getum ekki talað við viðbragðsaðilana okkar þá er það eitthvað sem við höfum áhyggjur af.“ Óvissustig var hækkað upp í hættustig á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Vestfjörðum síðdegis í dag.Allar nýjustu upplýsingar af veðrinu má finna í Veðurvaktinni. Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Mikið hefur verið um útköll og þúsundir manna eru í viðbragðsstöðu vegna aftakaveðurs. Allt flug var fellt niður frá Keflavíkurflugvelli og öllu innanlandsflugi var aflýst eftir hádegi. Veðrið hefur einnig haft víðtæk áhrif á samgöngur á jörðu niðri en vegalokanir gilda um allt land og hefur öllum vegum frá höfuðborgarsvæðinu verið lokað nema Reykjanesbraut. Um 160 til 170 útköll hafa borist í dag auk lokanna sagði Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg í beinni útsendingu kvöldfréttum Stöðvar 2. „Tuttugu og sjö björgunarsveitir hafa komið að þessu í flestum landshlutum og þetta eru rétt tæplega þrjú hundruð manns, sjálfboðaliðar björgunarsveitanna, sem hafa verið í dag og það eru um það bil tvö hundruð manns í viðbragðsstöðu,“ sagði Jónas. „Sem betur fer hefur ekki verið mikið um alvarleg útköll og raunverulega ekkert alvarlegt. Það hafa bílar fokið út af, það hafa verið þakplötur og annað slíkt. Flutningur á heilbrigðisstarfsfólki í vinnu og frá vinnu og svo framvegis. Þetta eru hefðbundin óveðursútköll,“ sagði Jónas. Eins og sést á þessu tilkynningakorti RARIK er rafmagnslaust mjög víða á Norðurlandi eystra. Hann sagði ófærð á Norðvesturlandi hafa sett strik í reikninginn þar sem aðeins snjóbílar séu færir um að komast um þar núna. Snjóbílar voru sendir í gær frá höfuðborgarsvæðinu til aðstoðar. Auk þess hafa fjöldahjálparstöðvar á vegum Rauða krossins verið settar upp víðs vegar á Suðvesturlandi, á Kjalarnesi, Selfossi og á Borg í Grímsnesi. „Þær eru aðallega til að sinna ferðamönnum sem eru strandaglópar og komast ekki á sinn gististað,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Tæplega þrjátíu manns hafi leitað á þessar fjöldahjálparstöðvar í heildina enn sem komið er. Hann sagði helsta áhyggjuefnið vera rafmagnstruflanir en þær geta haft áhrif á fjarskiptakerfi viðbragðsaðila. „Það eru helst rafmagnstruflanir, því það getur haft áhrif á fjarskiptin og það er alltaf svolítið áhyggjuefni fyrir okkur ef að fólk nær ekki í okkur og við náum ekki í fólk. Eins ef við getum ekki talað við viðbragðsaðilana okkar þá er það eitthvað sem við höfum áhyggjur af.“ Óvissustig var hækkað upp í hættustig á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Vestfjörðum síðdegis í dag.Allar nýjustu upplýsingar af veðrinu má finna í Veðurvaktinni.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira