Innlent

Enn raf­magns­truflanir á Norður­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Staða truflana eins og hún leit út á heimasíðu RARIK klukkan 7:10 í morgun.
Staða truflana eins og hún leit út á heimasíðu RARIK klukkan 7:10 í morgun. RARIK

Enn eru rafmagnstruflanir á Norðausturlandi og annars staðar þarf að skammta rafmagn, líkt og á Sauðárkróki.

Starfsmenn RARIK komu rafmagni áí Dalabyggð í gærkvöldi og er ekki von á frekara rafmagnsleysi þar. Keyrt var á díselvélum á Þórshöfn en þar kom upp bilun í gærkvöldi og er unnið að viðgerð þannig að rafmagnslaust hefur verið í Þistilfirði, á Þórshöfn og í Bakkafirði.

Hjá Landsneti hafa menn unnið hörðum höndum í alla nótt við að koma lagi á línurnar. Fimmtán manna vinnuflokkur er að vinna í tengivirkinu í Hrútatungu við að hreinsa tengivirkið af seltu. Allt kapp er lagt á að koma tengivirkinu í rekstur, segir á Facebook-síðu Landsnets.

Þá er vinnuhópur að störfum við Sauðárkrók að vinna við að koma Sauðárkrókslínu í rekstur.

Einnig var hópur á vettvangi í Ljósavatnsskarði við að tryggja öryggi vegfarenda, þar sem línan brotnaði við Þjóðveg 1.

Í gærkvöldi var síðan hópur frá Björgunarsveitunum, Rarik og verktakanum Víkurraf að afísa tengivirkið á Húsavík.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.