Innlent

Þarf að fljúga frá Reykja­vík til Kefla­víkur til að af­ferma búnað

Atli Ísleifsson skrifar
Danska herflugvélin á Reykjavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan tólf í dag.
Danska herflugvélin á Reykjavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan tólf í dag. Landhelgisgæslan

C130 Hercules-flugvél danska flughersins þarf að fljúga frá Reykjavíkurflugvelli til Keflavíkurflugvallar, áður en haldið er norður í land, þar sem ekki er hægt að afferma búnað um borð í vélinni í Reykjavík.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við Vísi að nauðsynlegt sé að afferma vélana að hluta áður en vélin er aftur fyllt af búnaði sem nota á við leit í Sölvadal.

Landhelgisgæslan óskaði eftir liðsinni danska flughersins vegna leitar sem nú stendur yfir í Sölvadal í Eyjafirði þar sem unglingspiltur féll í Núpá í gær. Tóku Danir vel í beiðnina og lenti vélin á Reykjavíkurflugvelli 11:48.

Ásgeir segir að ekki sé til staðar búnaður á flugvellinum í Reykjavík til að afferma vélina þar. Þörf sé á tvöföldum lyftara til að ná búnaðnum út. Hann segir að vélin væri í þann mun að leggja af stað til Keflavíkur þegar Vísir náði tali af honum um 12:50. Þá sé von á að klukkutíma hið minnsta, mögulega tvo, taki að afferma í Keflavík.

Um borð eru kafarar, björgunarsveitarmenn og búnaður sem á að nota í leitinni í Sölvadal. Hans er enn leitað, en aðstæður til leitar eru erfiðar á vettvangi og munu versna eftir því sem kólnar í veðri.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.