Innlent

Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2

Sunna Sæmundsdóttir skrifar

Aðstæður til leitar hafa verið mjög erfiðar í Núpá í Sölvadal þar sem unglingspiltur varð fyrir krapaflóði í gærkvöldi.

Leit að honum hefur staðið yfir sleitulaust frá því fyrir miðnætti í gær. Fréttamaður Stöðvar 2 var á vettvangi í dag og ræddi við björgunarsveitarfólk.

Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Þá verður rætt við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í beinni útsendingu en hún boðaði til fundar í þjóðaröryggisráði nú síðdegis vegna alvarlegrar stöðu eftir ofsaveðrið sem gekk yfir landið.

Víða er enn rafmagnslaust og margir hafast við í fjöldahjálpastöðvum Rauða krossins vegna kulda á heimilum sínum. Rætt verður við iðnaðarráðherra og aðstoðarforstjóra Landsnets um úrbætur sem þarf að gera á dreifikerfi rafmagns.

Einnig verður fjallað um verðmætar gullæðar sem Íslendingar hafa fundið á Grænlandi og mögulegar úrbætur í fangelsismálum til að draga úr endurkomum fanga.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.