Lífið

Dansinn reif Sollu úr kulnun

Stefán Árni Pálsson skrifar
Solla fer á sviðið í kvöld í Allir geta dansað.
Solla fer á sviðið í kvöld í Allir geta dansað.

Solla Eiríks er líklegast þekktust fyrir að vera algjör frumkvöðull á sviði hollustufæðis hér á landi. Núna er Solla að taka þátt í skemmtiþáttunum Allir geta dansað og segist vera komin í mun betra form eftir að æfingar hófust.

Vala Matt hitti Sollu á dögunum og var hún í spjalli í Íslandi í dag á Stöð 2 á miðvikudagskvöldið.

Solla segist hafa unnið allt of mikið og farið í kulnun  á sínum tíma og segir hún að Allir geta dansað hafi í raun komið inn í hennar líf eins og himnasending. Hún er komin í nýtt hlutverk hjá fyrirtæki sínu Gló og starfar mest megnis sem ráðgjafi og er farin að vinna mun minna.

„Þegar þú ert búin að keyra þig alveg út að ystu nöf þá fer maður í svona „burn out“. Fyrstu dagana þegar ég gat sofið lengur þá vaknaði ég oft eins og ég væri með stóra steypuhellu ofan á mér. Fyrstu dagana þurfti í raun að taka mig upp með kíttispaða.“

Solla segir að hún hafi verið alveg uppgefin á tíma en sem betur fer hafi hún verið búin að samþykkja að taka þátt í Allir geta dansað.

„Svo byrja æfingar og ég man á fyrstu æfingunni held ég að ég hafi getað dansað í svona korter. Ég var bara búin, taugakerfið, líkaminn og allt saman. En dansinn er bara guðgómlegur.“

Eins og áður segir hitti Vala Matt Sollu í eldhúsinu hennar og í þættinum fór hún meðal annars yfir hvernig hægt sé að matreiða jólasælgæti sem er mjög hollt eins og sjá má hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.