Innlent

TF-LIF leitar úr lofti í Sölvadal

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þyrlan í fugskýli á Akureyri í morgun.
Þyrlan í fugskýli á Akureyri í morgun. lhg

TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, var nú á tólfta tímanum send til leitar í Sölvadal. Unglingspiltur féll í Núpá, sem rennur um dalinn, á miðvikudagskvöld. 

Að því er fram kemur í tilkynningu frá gæslunni tók þyrlan á loft frá Akureyrarflugvelli klukkan 11:16.

Fjögurra manna áhöfn er um borð sem og björgunarsveitarmaður á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Áhöfn þyrlunnar kannar sömuleiðis aðstæður á svæðinu úr lofti ásamt því að taka þátt í leitinni. TF-LIF hefur verið til taks á Akureyri undanfarinn sólarhring.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.