Innlent

365 miðlar greiða rúmar tvær milljónir króna vegna van­greidds or­lofs

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í gær.
Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í gær. vísir/Egill A

Kveðinn var upp dómur í máli Petreu Ingileif Guðmundsdóttur í landsrétti í gær en hún hafði stefnt 365 hf. vegna uppsagnar og vangreidds orlofs. Dæmt var Petreu í vil.

Petreu sagði upp störfum hjá 365 í lok mars 2016 en hún var framkvæmdarstjóri þjónustu-, sölu- og markaðsmála hjá fyrirtækinu. Uppsagnarfrestur var sex mánuðir og fékk hún greidd laun út september það ár.

Við uppsögnina hafði Petrea áunnið sér þrjátíu daga orlofsrétt á orlofsárinu 2015-2016 sem hún gat nýtt sér 2016-2017 en ágreiningur kom upp á milli hennar og 365 um það hvort hún ætti rétt til greiðslu orlofsins en 365 taldi að hún hafi tekið orlofið út í uppsagnarfrestinum sumarið 2016.

Dómurinn féll Petreu í vil og þarf 365 hf. að greiða henni rúmar 2,2 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum.

Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember á síðasta ári og komst Héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að 365 skyldi greiða Petreu 2,2 milljónir en 365 áfrýjaði dómnum til Landsréttar. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms í gær.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.