Litla föndurhornið: Þrjár auðveldar og ódýrar jólagjafir Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. desember 2019 20:45 Jólaföndur dagsins 14.desember. Vísir/Kristbjörg Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 14. desember sýnir hún hvernig á að gera þrjár einfaldar heimagerðar jólagjafir. Við gefum Kristbjörgu orðið. Mynd/Vísir Ég elska að fá heimagerðar jólagjafir og í dag ætla ég að sýna ykkur þrjár jólagjafir sem taka engan tíma að útbúa og eru mjög þægilegar fyrir veskið. Það fyrsta sem við ætlum að útbúa er súkkulaðikanna. Það eina sem þú þarft er súkkulaði, sælgætisstafi sem er búið að mylja niður, litla sykurpúða (ég fann ekki litla þannig að ég tók stóra og skar þá niður), siliconform (ég notaði form sem var í laginu eins og jólatré) og litla skeið. Þú bræðir súkkulaðið og setur það í formið, bætir sykurpúðunum og sælgætisstafamulningum við súkkulaðið og stingur skeiðinni svo í miðjuna. Svo þurfa jólatrén að heimsækja ísskápinn í smá stund. Svo er bara að finna sæta jólakönnu, stinga einu jólatré ofan í könnuna, smá sellofan og slaufa. Núna þarf hin heppni viðtakandi bara að hita mjólk, hræra jólatrénu saman við heita mjólkina og voila, heitt súkkulaði. Næsta gjöf sem ég ætla að kenna ykkur að gera er líka heitt súkkulaði en aðeins öðruvísi. Þú þarft þrjár krukkur mismunandi stórar, heitt súkkulaðiduft (til dæmis Swiss Miss), sælgætisstafamulning og sykurpúða. Þú setur mulninginn í minnstu krukkuna, sykurpúðana í næstu krukku og í stærstu krukkuna setur þú súkkulaðiduftið. Ég staflaði krukkunum upp, festi þær saman með heitu límbyssunni minni og skreytti með sellófani og einum sælgætisstaf. Krúttlegt ekki sagt? Síðasta gjöfin sem við ætlum að gera er baðsalt. Það eina sem þú þarft er Epson salt og krukka. Þú setur saltið í krukkuna, og skreytir með skeið. Auðveldari verða gjafirnar ekki. Jæja, ég sagði það, jafnvel þú að þú sért týpan sem reddar öllum jólagjöfunum á aðfangadagsmorgun þá hefur þú samt tíma til að gera að minnsta kosti eina af þessum gjöfum. Hvaða gjöf myndir þú vilja fá? Fyrir mig þá væri það baðsaltið, ég hreinlega dýrka að kveikja á kertum, láta renna í bað, smá baðsalt, himnaríki. Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Auðveld kertaskreyting Jólaföndur 13. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 13. desember 2019 11:00 Litla föndurhornið: Auðveld jólagjöf handa ömmu og afa Jólaföndur 12. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 12. desember 2019 11:00 Litla föndurhornið: Jólapinnar Jólaföndur 11. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 11. desember 2019 13:00 Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 14. desember sýnir hún hvernig á að gera þrjár einfaldar heimagerðar jólagjafir. Við gefum Kristbjörgu orðið. Mynd/Vísir Ég elska að fá heimagerðar jólagjafir og í dag ætla ég að sýna ykkur þrjár jólagjafir sem taka engan tíma að útbúa og eru mjög þægilegar fyrir veskið. Það fyrsta sem við ætlum að útbúa er súkkulaðikanna. Það eina sem þú þarft er súkkulaði, sælgætisstafi sem er búið að mylja niður, litla sykurpúða (ég fann ekki litla þannig að ég tók stóra og skar þá niður), siliconform (ég notaði form sem var í laginu eins og jólatré) og litla skeið. Þú bræðir súkkulaðið og setur það í formið, bætir sykurpúðunum og sælgætisstafamulningum við súkkulaðið og stingur skeiðinni svo í miðjuna. Svo þurfa jólatrén að heimsækja ísskápinn í smá stund. Svo er bara að finna sæta jólakönnu, stinga einu jólatré ofan í könnuna, smá sellofan og slaufa. Núna þarf hin heppni viðtakandi bara að hita mjólk, hræra jólatrénu saman við heita mjólkina og voila, heitt súkkulaði. Næsta gjöf sem ég ætla að kenna ykkur að gera er líka heitt súkkulaði en aðeins öðruvísi. Þú þarft þrjár krukkur mismunandi stórar, heitt súkkulaðiduft (til dæmis Swiss Miss), sælgætisstafamulning og sykurpúða. Þú setur mulninginn í minnstu krukkuna, sykurpúðana í næstu krukku og í stærstu krukkuna setur þú súkkulaðiduftið. Ég staflaði krukkunum upp, festi þær saman með heitu límbyssunni minni og skreytti með sellófani og einum sælgætisstaf. Krúttlegt ekki sagt? Síðasta gjöfin sem við ætlum að gera er baðsalt. Það eina sem þú þarft er Epson salt og krukka. Þú setur saltið í krukkuna, og skreytir með skeið. Auðveldari verða gjafirnar ekki. Jæja, ég sagði það, jafnvel þú að þú sért týpan sem reddar öllum jólagjöfunum á aðfangadagsmorgun þá hefur þú samt tíma til að gera að minnsta kosti eina af þessum gjöfum. Hvaða gjöf myndir þú vilja fá? Fyrir mig þá væri það baðsaltið, ég hreinlega dýrka að kveikja á kertum, láta renna í bað, smá baðsalt, himnaríki.
Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Auðveld kertaskreyting Jólaföndur 13. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 13. desember 2019 11:00 Litla föndurhornið: Auðveld jólagjöf handa ömmu og afa Jólaföndur 12. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 12. desember 2019 11:00 Litla föndurhornið: Jólapinnar Jólaföndur 11. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 11. desember 2019 13:00 Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Litla föndurhornið: Auðveld kertaskreyting Jólaföndur 13. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 13. desember 2019 11:00
Litla föndurhornið: Auðveld jólagjöf handa ömmu og afa Jólaföndur 12. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 12. desember 2019 11:00
Litla föndurhornið: Jólapinnar Jólaföndur 11. desember frá Kristbjörgu Ólafsdóttur. 11. desember 2019 13:00
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“