Innlent

Stútar á ferð og flugi um höfuðborgarsvæðið

Samúel Karl Ólason skrifar
Í gærdag framvísaði ökumaður fölsuðu ökuskírteini þegar hann var stöðvaður í Kópavogi.
Í gærdag framvísaði ökumaður fölsuðu ökuskírteini þegar hann var stöðvaður í Kópavogi. Vísir/Vilhelm

Brotist var inn í bíl í Vesturbænum á fimmta tímanum í nótt. Búið var að opna hurðir og skottlok bílsins og lágu munir úr honum á götunni. Lögreglunni hefur þó ekki tekist að ná í eiganda bílsins og því liggur ekki fyrir hverju var stolið. Þá var nokkuð um stúta á höfuðborgarsvæðinu í nótt, samkvæmt dagbók lögreglunnar.Einn slíkur hafði bakkað á staur í miðbænum og var hann handtekinn. Annar, sem stöðvaður var á Suðurlandsbraut, reyndist 17 ára gamall og var málið afgreitt með aðkomu foreldra og tilkynningu til Barnaverndar.Þá stöðvaði lögreglan bíl á Krýsuvíkurvegi í gærkvöldi. Ökumaður hans er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og akstur án réttinda. Hann hefur aldrei fengið ökuskírteini.Í gærdag framvísaði ökumaður fölsuðu ökuskírteini þegar hann var stöðvaður í Kópavogi en hann var handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur, akstur án réttinda og skjalafals. Einn til viðbótar var handtekinn í Breiðholti í nótt en sá var talinn undir áhrifum fíkniefna og hefur ítrekað verið sviptur ökuréttindum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.