Innlent

2,7 milljóna króna sekt fyrir brot undir stýri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Greiði karlmaðurinn ekki sektina bíða hans 68 dagar í fangelsi.
Greiði karlmaðurinn ekki sektina bíða hans 68 dagar í fangelsi. Vísir/Vilhelm

Rúmlega þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur til að greiða 2.689.000 krónur í sekt innan fjögurra vikna ella sitja í fangelsi í 68 daga. Maðurinn hefur ítrekað gerst brotlegur á lögum fyrir fíkniefna- og umferðarlagabrot. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness fyrir fjórum vikum en birtur í dag.

Ákæran á hendur manninum var í átta liðum en brotin eru keimlík. Maðurinn er endurtekið stöðvaður af lögreglu undir stýri, undir heilmiklum áhrifum fíkniefna á borð við amfetamín, kókaín og maríjúana auk þess sem efni fundust endurtekið á honum.

Brotin áttu sér stað á þriggja mánaða tímabili frá október 2018 til janúar 2019. Hann játaði brot sín greiðlega en þetta er í annað skipti sem hann er fundinn sekur um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.

Auk sektarinnar var karlmaðurinn sviptur ökurétti í fimm ár og þarf að greiða þóknun verjandans, rúmlega hundrað þúsund krónur, og tæplega 1,3 milljónir króna í annan sakarkostnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×