Meirihluti íbúa verði mun nær stoppistöðvum stofnleiða Strætó en nú er Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. desember 2019 10:30 Mynd af nýja leiðanetinu úr áfangaskýrslu Eflu. Í nýju leiðaneti Strætó, sem kynnt er í áfangaskýrslu sem kom út í dag, er lagt til að stofnleiðir Strætó verði samtals sjö talsins. Verið er að endurskoða leiðakerfi Strætó vegna uppbyggingar Borgarlínu og er um að ræða fyrsta áfangann í þeirri vinnu. Í dag eru aðeins tvær leiðir Strætó, 1 og 6, sem gætu verið skilgreindar sem stofnleiðir í nýju leiðaneti en lagt er upp með að í nýju leiðaneti verði annars vegar stofnleiðir og hins vegar almennar leiðir. Að því er segir í skýrslunni er lögð mikil áhersla á að stofnleiðir aki sem beinustu leið. Lagt er til að vagnar á stofnleiðum aki á að minnsta kosti á 7 til 10 mínútna fresti á annatíma og á að minnsta kosti 15 til 20 mínútna fresti utan annatíma. Hluti af þeim forsendum sem lagðar eru til grundvallar því hlutverki sem stofnleiðir Strætó eiga að gegna er að þær tengi sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og öll hverfi eða borgarhluta með um eða yfir 10 þúsund íbúa. Þá eiga þær að flytja sem flesta farþega, tengja meginbiðstöðvar í kerfinu og geta orðið grunnur að hraðvagnaleiðum. Í tilkynningu frá Strætó segir að mikilvægt sé að leiðanetið stuðli að sterkum farþegagrunni svo hægt sé að ná þeim markmiðum að almenningssamgöngur dragi úr umferð og neikvæðum áhrifum á umhverfið, og dragi þar með úr þörf á einkabílnum. „Í fyrstu hugmyndum að Nýju leiðanet hefur verið lögð þyngri áhersla á „þátttökukerfi“ til að svara áherslum úr samráði. Í slíku kerfi er tíðnin mest þar sem þéttleiki íbúa og vinnustaða er mestur og leiðirnar eru beinar (taka engar/fáar lykkjur). Í slíku kerfi er hægt að hafa örari tíðni sem stuðlar að því að stækka farþegagrunn.Í dag eru tvær leiðir (leiðir 1 og 6) sem gætu verið skilgreindar sem stofnleiðir skv. skilgreiningu um stofnleiðir í Nýju leiðaneti. Þær aka á 10 mínútna tíðni frá stærstu úthverfum höfuðborgarsvæðisins á háannatíma. Í Nýju leiðaneti er lagt til að stofnleiðir verði sjö talsins. Miðað við fyrstu hugmyndir að Nýju leiðaneti munu meira en tvöfalt fleiri íbúar höfuðborgarsvæðisins búa innan við 400 m radíus frá stoppistöð leiða sem aka á a.m.k. 10 mínútna fresti, eða 64% íbúa í stað 26% í núverandi leiðaneti. Þessar hugmyndir samræmast markmiðum og aðgerðum svæðisskipulagsins til 2040 um að auka hlutdeild almenningssamgangna í öllum ferðum. Þörfum notenda er svarað með aukinni tíðni. Heilt yfir verður um 29% aukning á þjónustutíma Strætó á ársgrundvelli,“ segir í tilkynningu Strætó.Áfangaskýrsluna má nálgast hér. Borgarlína Samgöngur Strætó Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira
Í nýju leiðaneti Strætó, sem kynnt er í áfangaskýrslu sem kom út í dag, er lagt til að stofnleiðir Strætó verði samtals sjö talsins. Verið er að endurskoða leiðakerfi Strætó vegna uppbyggingar Borgarlínu og er um að ræða fyrsta áfangann í þeirri vinnu. Í dag eru aðeins tvær leiðir Strætó, 1 og 6, sem gætu verið skilgreindar sem stofnleiðir í nýju leiðaneti en lagt er upp með að í nýju leiðaneti verði annars vegar stofnleiðir og hins vegar almennar leiðir. Að því er segir í skýrslunni er lögð mikil áhersla á að stofnleiðir aki sem beinustu leið. Lagt er til að vagnar á stofnleiðum aki á að minnsta kosti á 7 til 10 mínútna fresti á annatíma og á að minnsta kosti 15 til 20 mínútna fresti utan annatíma. Hluti af þeim forsendum sem lagðar eru til grundvallar því hlutverki sem stofnleiðir Strætó eiga að gegna er að þær tengi sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og öll hverfi eða borgarhluta með um eða yfir 10 þúsund íbúa. Þá eiga þær að flytja sem flesta farþega, tengja meginbiðstöðvar í kerfinu og geta orðið grunnur að hraðvagnaleiðum. Í tilkynningu frá Strætó segir að mikilvægt sé að leiðanetið stuðli að sterkum farþegagrunni svo hægt sé að ná þeim markmiðum að almenningssamgöngur dragi úr umferð og neikvæðum áhrifum á umhverfið, og dragi þar með úr þörf á einkabílnum. „Í fyrstu hugmyndum að Nýju leiðanet hefur verið lögð þyngri áhersla á „þátttökukerfi“ til að svara áherslum úr samráði. Í slíku kerfi er tíðnin mest þar sem þéttleiki íbúa og vinnustaða er mestur og leiðirnar eru beinar (taka engar/fáar lykkjur). Í slíku kerfi er hægt að hafa örari tíðni sem stuðlar að því að stækka farþegagrunn.Í dag eru tvær leiðir (leiðir 1 og 6) sem gætu verið skilgreindar sem stofnleiðir skv. skilgreiningu um stofnleiðir í Nýju leiðaneti. Þær aka á 10 mínútna tíðni frá stærstu úthverfum höfuðborgarsvæðisins á háannatíma. Í Nýju leiðaneti er lagt til að stofnleiðir verði sjö talsins. Miðað við fyrstu hugmyndir að Nýju leiðaneti munu meira en tvöfalt fleiri íbúar höfuðborgarsvæðisins búa innan við 400 m radíus frá stoppistöð leiða sem aka á a.m.k. 10 mínútna fresti, eða 64% íbúa í stað 26% í núverandi leiðaneti. Þessar hugmyndir samræmast markmiðum og aðgerðum svæðisskipulagsins til 2040 um að auka hlutdeild almenningssamgangna í öllum ferðum. Þörfum notenda er svarað með aukinni tíðni. Heilt yfir verður um 29% aukning á þjónustutíma Strætó á ársgrundvelli,“ segir í tilkynningu Strætó.Áfangaskýrsluna má nálgast hér.
Borgarlína Samgöngur Strætó Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira