Vilborg og Daði Freyr send heim í jólaþætti Allir geta dansað Sóley Guðmundsdóttir skrifar 20. desember 2019 22:15 Vilborg og Daði stóðu sig vel þrátt fyrir stuttan undirbúning. Vísir/M. Flóvent Pólfarinn Vilborg Arna og Daði Freyr voru send heim í jólaþætti Allir geta dansað í kvöld. Þau eru þriðja parið sem sent er heim og því einungis sjö pör eftir. Jólastemning var ríkjandi í kvöld og ómuðu jólalög undir öllum dönsunum. Haffi Haff og Sophie voru eitt af tveimur neðstu pörunum. Þau voru því í hættu á að vera send heim ásamt þeim Vilborgu og Daða. Daði var einnig sendur heim síðastliðinn föstudag þegar hann dansaði með Sollu Eiríks. Hann var fenginn til að dansa við Vilborgu í stað Javi og fékk því einn séns í viðbót. Þau fengu ekki langan tíma til undirbúnings. Ákveðið var að Daði myndi taka við einungis fjórum dögum fyrir þáttinn. Mikilvægt var að nýta tímann vel og æfðu þau að minnsta kosti fjór tíma á hverjum degi! Vilborg og Daði fengu samtals 14 í einkunn frá dómurunum en símakosningin gildir alltaf helming á móti dómurum. Vilborg og Daði eru komin í jólafríVísr/M.Flóvent Allur ágóði af símakosningunni í kvöld rann til Hjálpræðishersins í Reykjavík. Hjálpræðisherinn í Reykjavík aðstoðar m.a jaðarsetta einstaklinga með matarkortum árið um kring ásamt því að bjóða upp á heita máltíð fyrir þann hóp tvisvar í viku. Á aðfangadag eru um 250 einstaklingar skráðir í jólamat þar sem allir eru leystir út með gjöfum. Jólapotturinn safnar peningum í þetta velferðarstarf Hersins. Dómaratríóið Selma, Jóhann og KarenVísir/M.Flóvent Dómararnir höfðu sitt að segja um úrslit kvöldsins og munu þau sakna Vilborgar og Daða. Jóhann hafði þetta að segja eftir að úrslitin voru ljós: „Maður á alltaf eftir að sakna þeirra, þau fengu erfiðan dans og gerðu þetta vel á fjórum dögum." Nú er að hitna í kolunum og við erum að fá meiri töfra eins og Selma orðaði þetta. Það verður því gaman að sjá hvernig dansararnir koma undan jólafríinu. Fylgst var með gangi mála í Reykjavík Studios í vaktinni hér að neðan.
Pólfarinn Vilborg Arna og Daði Freyr voru send heim í jólaþætti Allir geta dansað í kvöld. Þau eru þriðja parið sem sent er heim og því einungis sjö pör eftir. Jólastemning var ríkjandi í kvöld og ómuðu jólalög undir öllum dönsunum. Haffi Haff og Sophie voru eitt af tveimur neðstu pörunum. Þau voru því í hættu á að vera send heim ásamt þeim Vilborgu og Daða. Daði var einnig sendur heim síðastliðinn föstudag þegar hann dansaði með Sollu Eiríks. Hann var fenginn til að dansa við Vilborgu í stað Javi og fékk því einn séns í viðbót. Þau fengu ekki langan tíma til undirbúnings. Ákveðið var að Daði myndi taka við einungis fjórum dögum fyrir þáttinn. Mikilvægt var að nýta tímann vel og æfðu þau að minnsta kosti fjór tíma á hverjum degi! Vilborg og Daði fengu samtals 14 í einkunn frá dómurunum en símakosningin gildir alltaf helming á móti dómurum. Vilborg og Daði eru komin í jólafríVísr/M.Flóvent Allur ágóði af símakosningunni í kvöld rann til Hjálpræðishersins í Reykjavík. Hjálpræðisherinn í Reykjavík aðstoðar m.a jaðarsetta einstaklinga með matarkortum árið um kring ásamt því að bjóða upp á heita máltíð fyrir þann hóp tvisvar í viku. Á aðfangadag eru um 250 einstaklingar skráðir í jólamat þar sem allir eru leystir út með gjöfum. Jólapotturinn safnar peningum í þetta velferðarstarf Hersins. Dómaratríóið Selma, Jóhann og KarenVísir/M.Flóvent Dómararnir höfðu sitt að segja um úrslit kvöldsins og munu þau sakna Vilborgar og Daða. Jóhann hafði þetta að segja eftir að úrslitin voru ljós: „Maður á alltaf eftir að sakna þeirra, þau fengu erfiðan dans og gerðu þetta vel á fjórum dögum." Nú er að hitna í kolunum og við erum að fá meiri töfra eins og Selma orðaði þetta. Það verður því gaman að sjá hvernig dansararnir koma undan jólafríinu. Fylgst var með gangi mála í Reykjavík Studios í vaktinni hér að neðan.
Allir geta dansað Tengdar fréttir Javi hættir í Allir geta dansað Vilborg Arna Gissuradóttir og Javi Fernández Valiño hafa verið danspar síðustu vikur í Allir geta dansað en framleiðendur þáttanna hafa ákveðið að skipta Javi út fyrir Daða Frey vegna óviðráðanlegra aðstæðna. 16. desember 2019 14:30 Gleðigjafinn Solla og Daði Freyr send heim í Allir geta dansað Solla og Daði Freyr voru annað parið til að vera sent heim í Allir geta dansað. 13. desember 2019 22:15 Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Fleiri fréttir Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Sjá meira
Javi hættir í Allir geta dansað Vilborg Arna Gissuradóttir og Javi Fernández Valiño hafa verið danspar síðustu vikur í Allir geta dansað en framleiðendur þáttanna hafa ákveðið að skipta Javi út fyrir Daða Frey vegna óviðráðanlegra aðstæðna. 16. desember 2019 14:30
Gleðigjafinn Solla og Daði Freyr send heim í Allir geta dansað Solla og Daði Freyr voru annað parið til að vera sent heim í Allir geta dansað. 13. desember 2019 22:15
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein