Vilborg og Daði Freyr send heim í jólaþætti Allir geta dansað Sóley Guðmundsdóttir skrifar 20. desember 2019 22:15 Vilborg og Daði stóðu sig vel þrátt fyrir stuttan undirbúning. Vísir/M. Flóvent Pólfarinn Vilborg Arna og Daði Freyr voru send heim í jólaþætti Allir geta dansað í kvöld. Þau eru þriðja parið sem sent er heim og því einungis sjö pör eftir. Jólastemning var ríkjandi í kvöld og ómuðu jólalög undir öllum dönsunum. Haffi Haff og Sophie voru eitt af tveimur neðstu pörunum. Þau voru því í hættu á að vera send heim ásamt þeim Vilborgu og Daða. Daði var einnig sendur heim síðastliðinn föstudag þegar hann dansaði með Sollu Eiríks. Hann var fenginn til að dansa við Vilborgu í stað Javi og fékk því einn séns í viðbót. Þau fengu ekki langan tíma til undirbúnings. Ákveðið var að Daði myndi taka við einungis fjórum dögum fyrir þáttinn. Mikilvægt var að nýta tímann vel og æfðu þau að minnsta kosti fjór tíma á hverjum degi! Vilborg og Daði fengu samtals 14 í einkunn frá dómurunum en símakosningin gildir alltaf helming á móti dómurum. Vilborg og Daði eru komin í jólafríVísr/M.Flóvent Allur ágóði af símakosningunni í kvöld rann til Hjálpræðishersins í Reykjavík. Hjálpræðisherinn í Reykjavík aðstoðar m.a jaðarsetta einstaklinga með matarkortum árið um kring ásamt því að bjóða upp á heita máltíð fyrir þann hóp tvisvar í viku. Á aðfangadag eru um 250 einstaklingar skráðir í jólamat þar sem allir eru leystir út með gjöfum. Jólapotturinn safnar peningum í þetta velferðarstarf Hersins. Dómaratríóið Selma, Jóhann og KarenVísir/M.Flóvent Dómararnir höfðu sitt að segja um úrslit kvöldsins og munu þau sakna Vilborgar og Daða. Jóhann hafði þetta að segja eftir að úrslitin voru ljós: „Maður á alltaf eftir að sakna þeirra, þau fengu erfiðan dans og gerðu þetta vel á fjórum dögum." Nú er að hitna í kolunum og við erum að fá meiri töfra eins og Selma orðaði þetta. Það verður því gaman að sjá hvernig dansararnir koma undan jólafríinu. Fylgst var með gangi mála í Reykjavík Studios í vaktinni hér að neðan.
Pólfarinn Vilborg Arna og Daði Freyr voru send heim í jólaþætti Allir geta dansað í kvöld. Þau eru þriðja parið sem sent er heim og því einungis sjö pör eftir. Jólastemning var ríkjandi í kvöld og ómuðu jólalög undir öllum dönsunum. Haffi Haff og Sophie voru eitt af tveimur neðstu pörunum. Þau voru því í hættu á að vera send heim ásamt þeim Vilborgu og Daða. Daði var einnig sendur heim síðastliðinn föstudag þegar hann dansaði með Sollu Eiríks. Hann var fenginn til að dansa við Vilborgu í stað Javi og fékk því einn séns í viðbót. Þau fengu ekki langan tíma til undirbúnings. Ákveðið var að Daði myndi taka við einungis fjórum dögum fyrir þáttinn. Mikilvægt var að nýta tímann vel og æfðu þau að minnsta kosti fjór tíma á hverjum degi! Vilborg og Daði fengu samtals 14 í einkunn frá dómurunum en símakosningin gildir alltaf helming á móti dómurum. Vilborg og Daði eru komin í jólafríVísr/M.Flóvent Allur ágóði af símakosningunni í kvöld rann til Hjálpræðishersins í Reykjavík. Hjálpræðisherinn í Reykjavík aðstoðar m.a jaðarsetta einstaklinga með matarkortum árið um kring ásamt því að bjóða upp á heita máltíð fyrir þann hóp tvisvar í viku. Á aðfangadag eru um 250 einstaklingar skráðir í jólamat þar sem allir eru leystir út með gjöfum. Jólapotturinn safnar peningum í þetta velferðarstarf Hersins. Dómaratríóið Selma, Jóhann og KarenVísir/M.Flóvent Dómararnir höfðu sitt að segja um úrslit kvöldsins og munu þau sakna Vilborgar og Daða. Jóhann hafði þetta að segja eftir að úrslitin voru ljós: „Maður á alltaf eftir að sakna þeirra, þau fengu erfiðan dans og gerðu þetta vel á fjórum dögum." Nú er að hitna í kolunum og við erum að fá meiri töfra eins og Selma orðaði þetta. Það verður því gaman að sjá hvernig dansararnir koma undan jólafríinu. Fylgst var með gangi mála í Reykjavík Studios í vaktinni hér að neðan.
Allir geta dansað Tengdar fréttir Javi hættir í Allir geta dansað Vilborg Arna Gissuradóttir og Javi Fernández Valiño hafa verið danspar síðustu vikur í Allir geta dansað en framleiðendur þáttanna hafa ákveðið að skipta Javi út fyrir Daða Frey vegna óviðráðanlegra aðstæðna. 16. desember 2019 14:30 Gleðigjafinn Solla og Daði Freyr send heim í Allir geta dansað Solla og Daði Freyr voru annað parið til að vera sent heim í Allir geta dansað. 13. desember 2019 22:15 Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Javi hættir í Allir geta dansað Vilborg Arna Gissuradóttir og Javi Fernández Valiño hafa verið danspar síðustu vikur í Allir geta dansað en framleiðendur þáttanna hafa ákveðið að skipta Javi út fyrir Daða Frey vegna óviðráðanlegra aðstæðna. 16. desember 2019 14:30
Gleðigjafinn Solla og Daði Freyr send heim í Allir geta dansað Solla og Daði Freyr voru annað parið til að vera sent heim í Allir geta dansað. 13. desember 2019 22:15
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp