Ráðamenn hafi ákveðið að gera landeigendur að blórabögglum vegna mistaka yfirvalda Birgir Olgeirsson skrifar 19. desember 2019 21:00 Formaður samtaka landeigenda segir af og frá að þeir hafi öryggi þjóðarinnar á samviskunni. Ráðamenn og stjórnendur orkufyrirtækja hafi ákveðið að gera landeigendur að blórabögglum vegna mistaka yfirvalda. Stjórnendur orkufyrirtækja sögðust ekki geta farið í úrbætur á raforkukerfinu vegna andstöðu landeigenda. Undir þetta tók samgönguráðherra sem sagði að breyta þyrftu ferlunum. Óskar Magnússon formaður Landssamtaka Landeigenda á Íslandi segir þetta ódýra afsökun. „Það er ekkert upp á landeigendur sérstaklega að klaga. Síðan auðvitað þegar menn vita upp á sig sökina og hafa ekki staðið sig í stykkinu, þá þarf að finna einhvern blóraböggul.“ Því fari fjarri að landeigendur hafi öryggi þjóðarinnar á samviskunni. „Það er víðar pottur brotinn en svo að landeigendur hafi staðið í vegi fyrir línulögnum endalaust. Það er ekki þannig sem málið er vaxið.“ Landeigendur hafa kallað eftir því að raflínur verði lagðar í jörð. Landsnet segir það þó ekki hægt nema í að litlu leyti vegna tæknilegra takmarkana. Óskar segir Landsnet þurfa að slaka á kröfum sínum. „Kröfurnar um jarðstrengi sem Landsnet gerir eru svo miklar, af því að þeir ætla að geta flutt orku sem dugar til að standa fyrir stóriðju um land allt sem er algjör óþarfi. Það er hægt að leggja jarðstrengi í fleiri hundruð og þúsund kílómetra fyrir þá orku sem þörf er á um landið núna. Það þarf ekki að gera kröfur um þessa strengi sem þola þessa miklu spennu sem þeir eru að gera kröfur um. Og þá leysist þetta mál.“ Orkumál Tengdar fréttir Segir ráðamenn og stjórnendur orkufyrirtækja á flótta undan ábyrgðinni Ekki sé hægt að kenna kærum landeigenda eða náttúruverndarsinna um rafmagnsleysið í vikunni. 14. desember 2019 18:30 Landsnet vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og tekur undir gagnrýni á fyrirtækið Forstjóri Landsnets segir að skapa þurfi sátt um lagningu raflína. Fyrirtækið vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og hann tekur undir gagnrýni um að fyrirtækið hafi ekki staðið sig við innviðauppbyggingu. 15. desember 2019 18:30 Segist verja landið en ekki útsýnið úr sumarbústað Landeigandi sem hefur sett sig upp á móti Blöndulínu 3 segir gagnrýni ráðherra og orkufyrirtækja á hendur landeigenda afar ómálefnalega. 16. desember 2019 19:30 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Formaður samtaka landeigenda segir af og frá að þeir hafi öryggi þjóðarinnar á samviskunni. Ráðamenn og stjórnendur orkufyrirtækja hafi ákveðið að gera landeigendur að blórabögglum vegna mistaka yfirvalda. Stjórnendur orkufyrirtækja sögðust ekki geta farið í úrbætur á raforkukerfinu vegna andstöðu landeigenda. Undir þetta tók samgönguráðherra sem sagði að breyta þyrftu ferlunum. Óskar Magnússon formaður Landssamtaka Landeigenda á Íslandi segir þetta ódýra afsökun. „Það er ekkert upp á landeigendur sérstaklega að klaga. Síðan auðvitað þegar menn vita upp á sig sökina og hafa ekki staðið sig í stykkinu, þá þarf að finna einhvern blóraböggul.“ Því fari fjarri að landeigendur hafi öryggi þjóðarinnar á samviskunni. „Það er víðar pottur brotinn en svo að landeigendur hafi staðið í vegi fyrir línulögnum endalaust. Það er ekki þannig sem málið er vaxið.“ Landeigendur hafa kallað eftir því að raflínur verði lagðar í jörð. Landsnet segir það þó ekki hægt nema í að litlu leyti vegna tæknilegra takmarkana. Óskar segir Landsnet þurfa að slaka á kröfum sínum. „Kröfurnar um jarðstrengi sem Landsnet gerir eru svo miklar, af því að þeir ætla að geta flutt orku sem dugar til að standa fyrir stóriðju um land allt sem er algjör óþarfi. Það er hægt að leggja jarðstrengi í fleiri hundruð og þúsund kílómetra fyrir þá orku sem þörf er á um landið núna. Það þarf ekki að gera kröfur um þessa strengi sem þola þessa miklu spennu sem þeir eru að gera kröfur um. Og þá leysist þetta mál.“
Orkumál Tengdar fréttir Segir ráðamenn og stjórnendur orkufyrirtækja á flótta undan ábyrgðinni Ekki sé hægt að kenna kærum landeigenda eða náttúruverndarsinna um rafmagnsleysið í vikunni. 14. desember 2019 18:30 Landsnet vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og tekur undir gagnrýni á fyrirtækið Forstjóri Landsnets segir að skapa þurfi sátt um lagningu raflína. Fyrirtækið vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og hann tekur undir gagnrýni um að fyrirtækið hafi ekki staðið sig við innviðauppbyggingu. 15. desember 2019 18:30 Segist verja landið en ekki útsýnið úr sumarbústað Landeigandi sem hefur sett sig upp á móti Blöndulínu 3 segir gagnrýni ráðherra og orkufyrirtækja á hendur landeigenda afar ómálefnalega. 16. desember 2019 19:30 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Segir ráðamenn og stjórnendur orkufyrirtækja á flótta undan ábyrgðinni Ekki sé hægt að kenna kærum landeigenda eða náttúruverndarsinna um rafmagnsleysið í vikunni. 14. desember 2019 18:30
Landsnet vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og tekur undir gagnrýni á fyrirtækið Forstjóri Landsnets segir að skapa þurfi sátt um lagningu raflína. Fyrirtækið vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og hann tekur undir gagnrýni um að fyrirtækið hafi ekki staðið sig við innviðauppbyggingu. 15. desember 2019 18:30
Segist verja landið en ekki útsýnið úr sumarbústað Landeigandi sem hefur sett sig upp á móti Blöndulínu 3 segir gagnrýni ráðherra og orkufyrirtækja á hendur landeigenda afar ómálefnalega. 16. desember 2019 19:30