Segist verja landið en ekki útsýnið úr sumarbústað Birgir Olgeirsson skrifar 16. desember 2019 19:30 Ólafur Valsson, dýralæknir og landeigandi í Öxnadal. Vísir Landeigandi sem hefur sett sig upp á móti Blöndulínu 3 segir gagnrýni ráðherra og orkufyrirtækja á hendur landeigenda afar ómálefnalega. Málið snúist ekki um útsýni úr sumarbústaðnum hans, heldur verndun lands. Blöndulína 3 er háspennulína sem liggja á 100 km leið frá Blönduvirkjun til Akureyrar. Á hún að fara um Skagafjörð, Norðurárdal, Öxnadalsheiði og Öxnadal. Forstjóri Landsnets sagði í fréttum í gær að verði hún að veruleika myndi hún auka raforkuöryggi á Norðurlandi. Hefur línan mætt mikilli andstöðu frá árinu 2008, þar á meðal frá hjónunum Ólafi Valssyni dýralækni og Sif Konráðsdóttur lögfræðingi sem eiga land í Öxnadal sem Blöndulína 3 á að fara í gegnum. Þau gerðu athugasemdir við umhverfismat línunnar. „Við höfum vissulega gagnrýnt hvernig staðið var að umhverfismati á Blöndulínu 3. Þar var allt í molum og fullt af staðreyndavillum hjá Landsneti. Við gerðum athugasemdir við það, sem voru teknar til greina sem gerði það að verkum að Landsnet var gert afturreka með umhverfismatið,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu. Kynnti sér flutningskerfi Frakka Hjónin hafa lagt til að lagður yrði jarðstrengur um jörðina. Landsnet var andsnúið því og bar við að kostnaðurinn væri margfalt hærri. Ólafur kynnti sér hvernig Frakkar haga sínum flutningskerfi. „Í upphafi þegar við fórum að skoða þetta, hélt Landsnet því fram að það væri margfaldur kostnaður af því að leggja jarðstreng. Það reyndist ekki rétt og það gátum við hrakið. Við fórum fjögur til Parísar og kynntum okkur hvernig franska flutningskerfið gerir hlutina. Þar kom í ljós að þeirra kostnaður var sá sami á 220 kílóvoltum í lofti og í jörðu. Þeir voru því hraktir til baka með þessa sína aðalsástæðu fyrir því að leggja ekki jarðstrengi. Síðan þegar þeir voru hraktir til baka með umhverfismatið, það liðu mörg ár þar til þeir fóru að velta því fyrir sér upp á nýtt. Þeir eru rétt að fara af stað með það núna, sjö árum síðar.“ Vill vernda landið fyrir komandi kynslóðir Hann vísar því á bug að hann sé einungis að vernda útsýnið úr sumarbústaðnum sínum. „Mér finnst þetta ansi ómálefnaleg umræða og segir meira um þann sem lætur þau út úr sér en nokkurn annan. Sá sem segir mér svona er að gera mér upp skoðanir. Án þess að spyrja mig að því hverjar skoðanir mínar og ástæður eru fyrir því að vilja vernda þetta land eins og það er,“ segir Ólafur. „Tilfellið er að þetta land er á náttúruminjaskrá. Þar sem var búið að teikna línuna yfir er meira en tuttugu hektarar votlendi sem er friðað samkvæmt lögum. Þetta fer yfir foss sem nýtur verndar samkvæmt lögum. Það var ekki minnst á þetta í þessu umhverfismati. Þetta svæði ætti að friða samkvæmt Náttúrufræðistofnun. Ein af þessum fórnu eldstöðvum er á þessu landi. Það er svo margt sem segir að vernda eigi þetta fyrir komandi kynslóðir. Það er ástæðan, ekki það hvort ég eigi sumarbústað eða ekki. Ég hafna svona ómálefnalegum málflutningi“ Sveitarfélagið Skagafjörður hefur samþykkt aðalskipulagsbreytingu sem heimilar lagningu Blöndulínu 3. Þar mun línan liggja um jörð í Héraðsdal sem eru í eigu Gunnars B. Dungal. Sá hefur kært ákvörðun sveitarfélagsins og ber við að lega línunnar myndi spilla útsýni.Í dag kom út skýrsla dr. Hjartar Jóhannssonar um mat á möguleikum þess að nýta jarðstrengi við uppbyggingu flutningskerfis raforku. Atvinnuvegaráðuneytið og umhverfisráðuneytið kölluðu eftir þessari úttekt og var dr. Hjörtur fenginn sem óháður sérfróður aðili til að vinna hana. Helsta niðurstaða Hjartar er sú að mjög hátt tæknilegt flækjustig sé vegna notkunar jarðstrengja á megin flutningskerfinu, sem oft er kallað Byggðalínan. Jarðstrengjum fylgi minni áreiðanleiki og aukinn viðhaldstími að mati Hjartar og þá sé nánast enginn sveigjanleiki fyrir frekari tengingum eða breytingum. Hörgársveit Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Segir ráðamenn og stjórnendur orkufyrirtækja á flótta undan ábyrgðinni Ekki sé hægt að kenna kærum landeigenda eða náttúruverndarsinna um rafmagnsleysið í vikunni. 14. desember 2019 18:30 Landsnet vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og tekur undir gagnrýni á fyrirtækið Forstjóri Landsnets segir að skapa þurfi sátt um lagningu raflína. Fyrirtækið vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og hann tekur undir gagnrýni um að fyrirtækið hafi ekki staðið sig við innviðauppbyggingu. 15. desember 2019 18:30 Þjóðaröryggi þurfi að vega þyngra en hagsmunir landeigenda Ráðherrar segja ljóst að tjónið á Norðurlandi sé mikið og forgangsraða þurfi kerfinu svo þjóðaröryggi vegi þyngra heldur en hagsmunir einstaklinga til að tryggja innviði landsins. Þetta sögðu ráðherrarnir eftir að hafa kynnt sér aðstæður í dag. 13. desember 2019 21:43 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Landeigandi sem hefur sett sig upp á móti Blöndulínu 3 segir gagnrýni ráðherra og orkufyrirtækja á hendur landeigenda afar ómálefnalega. Málið snúist ekki um útsýni úr sumarbústaðnum hans, heldur verndun lands. Blöndulína 3 er háspennulína sem liggja á 100 km leið frá Blönduvirkjun til Akureyrar. Á hún að fara um Skagafjörð, Norðurárdal, Öxnadalsheiði og Öxnadal. Forstjóri Landsnets sagði í fréttum í gær að verði hún að veruleika myndi hún auka raforkuöryggi á Norðurlandi. Hefur línan mætt mikilli andstöðu frá árinu 2008, þar á meðal frá hjónunum Ólafi Valssyni dýralækni og Sif Konráðsdóttur lögfræðingi sem eiga land í Öxnadal sem Blöndulína 3 á að fara í gegnum. Þau gerðu athugasemdir við umhverfismat línunnar. „Við höfum vissulega gagnrýnt hvernig staðið var að umhverfismati á Blöndulínu 3. Þar var allt í molum og fullt af staðreyndavillum hjá Landsneti. Við gerðum athugasemdir við það, sem voru teknar til greina sem gerði það að verkum að Landsnet var gert afturreka með umhverfismatið,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu. Kynnti sér flutningskerfi Frakka Hjónin hafa lagt til að lagður yrði jarðstrengur um jörðina. Landsnet var andsnúið því og bar við að kostnaðurinn væri margfalt hærri. Ólafur kynnti sér hvernig Frakkar haga sínum flutningskerfi. „Í upphafi þegar við fórum að skoða þetta, hélt Landsnet því fram að það væri margfaldur kostnaður af því að leggja jarðstreng. Það reyndist ekki rétt og það gátum við hrakið. Við fórum fjögur til Parísar og kynntum okkur hvernig franska flutningskerfið gerir hlutina. Þar kom í ljós að þeirra kostnaður var sá sami á 220 kílóvoltum í lofti og í jörðu. Þeir voru því hraktir til baka með þessa sína aðalsástæðu fyrir því að leggja ekki jarðstrengi. Síðan þegar þeir voru hraktir til baka með umhverfismatið, það liðu mörg ár þar til þeir fóru að velta því fyrir sér upp á nýtt. Þeir eru rétt að fara af stað með það núna, sjö árum síðar.“ Vill vernda landið fyrir komandi kynslóðir Hann vísar því á bug að hann sé einungis að vernda útsýnið úr sumarbústaðnum sínum. „Mér finnst þetta ansi ómálefnaleg umræða og segir meira um þann sem lætur þau út úr sér en nokkurn annan. Sá sem segir mér svona er að gera mér upp skoðanir. Án þess að spyrja mig að því hverjar skoðanir mínar og ástæður eru fyrir því að vilja vernda þetta land eins og það er,“ segir Ólafur. „Tilfellið er að þetta land er á náttúruminjaskrá. Þar sem var búið að teikna línuna yfir er meira en tuttugu hektarar votlendi sem er friðað samkvæmt lögum. Þetta fer yfir foss sem nýtur verndar samkvæmt lögum. Það var ekki minnst á þetta í þessu umhverfismati. Þetta svæði ætti að friða samkvæmt Náttúrufræðistofnun. Ein af þessum fórnu eldstöðvum er á þessu landi. Það er svo margt sem segir að vernda eigi þetta fyrir komandi kynslóðir. Það er ástæðan, ekki það hvort ég eigi sumarbústað eða ekki. Ég hafna svona ómálefnalegum málflutningi“ Sveitarfélagið Skagafjörður hefur samþykkt aðalskipulagsbreytingu sem heimilar lagningu Blöndulínu 3. Þar mun línan liggja um jörð í Héraðsdal sem eru í eigu Gunnars B. Dungal. Sá hefur kært ákvörðun sveitarfélagsins og ber við að lega línunnar myndi spilla útsýni.Í dag kom út skýrsla dr. Hjartar Jóhannssonar um mat á möguleikum þess að nýta jarðstrengi við uppbyggingu flutningskerfis raforku. Atvinnuvegaráðuneytið og umhverfisráðuneytið kölluðu eftir þessari úttekt og var dr. Hjörtur fenginn sem óháður sérfróður aðili til að vinna hana. Helsta niðurstaða Hjartar er sú að mjög hátt tæknilegt flækjustig sé vegna notkunar jarðstrengja á megin flutningskerfinu, sem oft er kallað Byggðalínan. Jarðstrengjum fylgi minni áreiðanleiki og aukinn viðhaldstími að mati Hjartar og þá sé nánast enginn sveigjanleiki fyrir frekari tengingum eða breytingum.
Hörgársveit Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Segir ráðamenn og stjórnendur orkufyrirtækja á flótta undan ábyrgðinni Ekki sé hægt að kenna kærum landeigenda eða náttúruverndarsinna um rafmagnsleysið í vikunni. 14. desember 2019 18:30 Landsnet vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og tekur undir gagnrýni á fyrirtækið Forstjóri Landsnets segir að skapa þurfi sátt um lagningu raflína. Fyrirtækið vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og hann tekur undir gagnrýni um að fyrirtækið hafi ekki staðið sig við innviðauppbyggingu. 15. desember 2019 18:30 Þjóðaröryggi þurfi að vega þyngra en hagsmunir landeigenda Ráðherrar segja ljóst að tjónið á Norðurlandi sé mikið og forgangsraða þurfi kerfinu svo þjóðaröryggi vegi þyngra heldur en hagsmunir einstaklinga til að tryggja innviði landsins. Þetta sögðu ráðherrarnir eftir að hafa kynnt sér aðstæður í dag. 13. desember 2019 21:43 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Segir ráðamenn og stjórnendur orkufyrirtækja á flótta undan ábyrgðinni Ekki sé hægt að kenna kærum landeigenda eða náttúruverndarsinna um rafmagnsleysið í vikunni. 14. desember 2019 18:30
Landsnet vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og tekur undir gagnrýni á fyrirtækið Forstjóri Landsnets segir að skapa þurfi sátt um lagningu raflína. Fyrirtækið vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og hann tekur undir gagnrýni um að fyrirtækið hafi ekki staðið sig við innviðauppbyggingu. 15. desember 2019 18:30
Þjóðaröryggi þurfi að vega þyngra en hagsmunir landeigenda Ráðherrar segja ljóst að tjónið á Norðurlandi sé mikið og forgangsraða þurfi kerfinu svo þjóðaröryggi vegi þyngra heldur en hagsmunir einstaklinga til að tryggja innviði landsins. Þetta sögðu ráðherrarnir eftir að hafa kynnt sér aðstæður í dag. 13. desember 2019 21:43