Ætla að koma greiðsluþátttöku sjúklinga niður fyrir sársaukaviðmið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2019 19:23 Í dag kynnti heilbrigðisráðherra 3,5 milljarða króna áætlun um að lækka greiðsluþátttöku Íslendinga niður fyrir fimmtán prósent. „Í fyrsta lagi af því að Norðurlöndin eru þar og við viljum miða okkar kerfi við Norðurlöndin en líka af því að Alþjóðaheilbrigðisstofnun hefur bent á að þetta er sársaukaviðmið - þegar fólk er farið að greiða meira en 15% þá er það farið að neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna efnahags,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Íslendingar greiða 16,5% úr eigin vasa.vísir/hafsteinn Hærra hlutfall Íslendinga hefur þurft að neita sér um læknisþjónustu en á hinum Norðurlöndunum. Sérstaklega þegar kemur að tannlæknaþjónustu. Árið 2016 sögðust 8% Íslendinga ekki geta leyft sér að fara til tannlæknis en næstum 15% þeirra tekjulægstu segjast búa við slíkan skort. Á hinum Norðurlöndunum er hlutfallið fimm til tíu prósent. Sjúklingar sem hafa ekki efni á komugjöldum Heilbrigðisráðherra ætlar að auka niðurgreiðslur vegna tannlækninga til lífeyrisþega úr 50% upp í 75%. Niðurgreiðslur vegna lyfja og tiltekinna hjálpartækja verða auknar og reglur um ferðakostnað rýmkaðar. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, fagnar áformum ráðherra.vísir/egill Þá verða komugjöld í heilsugæsluna lækkuð nú um áramót úr 1200 krónum í 700 og eftir ár verða gjöldin alfarið felld niður. Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir nú tryggt að allir fái fyrstu þjónustu óháð efnahag. „Við sem vinnum með sjúklingum verðum vör við það að þeir komast ekki alltaf í sínar rannsóknir eða á heilsugæslustöðina út af fjárhagsástæðum og með því að fella niður komugjöldin þá verður þetta úr sögunni,“ segir Óskar. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga: Komugjöld sjúklinga lækka úr 1200 í 700 krónur um áramótin Komugjöld í heilsugæslu verða felld niður í áföngum, niðurgreiðslur sjúkratrygginga fyrir tannlæknisþjónustu og lyf verða auknar og sömuleiðis vegna tiltekinna hjálpartækja og reglur um ferðakostnað verða rýmkaðar. 19. desember 2019 14:13 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira
Í dag kynnti heilbrigðisráðherra 3,5 milljarða króna áætlun um að lækka greiðsluþátttöku Íslendinga niður fyrir fimmtán prósent. „Í fyrsta lagi af því að Norðurlöndin eru þar og við viljum miða okkar kerfi við Norðurlöndin en líka af því að Alþjóðaheilbrigðisstofnun hefur bent á að þetta er sársaukaviðmið - þegar fólk er farið að greiða meira en 15% þá er það farið að neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna efnahags,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Íslendingar greiða 16,5% úr eigin vasa.vísir/hafsteinn Hærra hlutfall Íslendinga hefur þurft að neita sér um læknisþjónustu en á hinum Norðurlöndunum. Sérstaklega þegar kemur að tannlæknaþjónustu. Árið 2016 sögðust 8% Íslendinga ekki geta leyft sér að fara til tannlæknis en næstum 15% þeirra tekjulægstu segjast búa við slíkan skort. Á hinum Norðurlöndunum er hlutfallið fimm til tíu prósent. Sjúklingar sem hafa ekki efni á komugjöldum Heilbrigðisráðherra ætlar að auka niðurgreiðslur vegna tannlækninga til lífeyrisþega úr 50% upp í 75%. Niðurgreiðslur vegna lyfja og tiltekinna hjálpartækja verða auknar og reglur um ferðakostnað rýmkaðar. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, fagnar áformum ráðherra.vísir/egill Þá verða komugjöld í heilsugæsluna lækkuð nú um áramót úr 1200 krónum í 700 og eftir ár verða gjöldin alfarið felld niður. Óskar Reykdalsson, forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir nú tryggt að allir fái fyrstu þjónustu óháð efnahag. „Við sem vinnum með sjúklingum verðum vör við það að þeir komast ekki alltaf í sínar rannsóknir eða á heilsugæslustöðina út af fjárhagsástæðum og með því að fella niður komugjöldin þá verður þetta úr sögunni,“ segir Óskar.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga: Komugjöld sjúklinga lækka úr 1200 í 700 krónur um áramótin Komugjöld í heilsugæslu verða felld niður í áföngum, niðurgreiðslur sjúkratrygginga fyrir tannlæknisþjónustu og lyf verða auknar og sömuleiðis vegna tiltekinna hjálpartækja og reglur um ferðakostnað verða rýmkaðar. 19. desember 2019 14:13 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira
Lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga: Komugjöld sjúklinga lækka úr 1200 í 700 krónur um áramótin Komugjöld í heilsugæslu verða felld niður í áföngum, niðurgreiðslur sjúkratrygginga fyrir tannlæknisþjónustu og lyf verða auknar og sömuleiðis vegna tiltekinna hjálpartækja og reglur um ferðakostnað verða rýmkaðar. 19. desember 2019 14:13