Lífið

Jólaauglýsingin sem margir eru búnir að bíða eftir

Stefán Árni Pálsson skrifar
John Lewis hefur í mörg ár gefið út jólaauglýsingar sem er í raun orðið að hefð í Bretlandi.
John Lewis hefur í mörg ár gefið út jólaauglýsingar sem er í raun orðið að hefð í Bretlandi.
Undanfarin ár hafa jólaauglýsingar orðið sívinsælar hjá fyrirtækjum um allan heim og keppast þau oft við að gera sem mest úr hátíðunum í sínu kynningarstarfi.

Verslunarkeðjan John Lewis er alltaf með vinsæla auglýsingu á þessum árstíma.

Í auglýsingunni er fylgst með ævintýrum ungrar stúlku á á miðöldum en besti vinur hennar er dreki sem ræður sér ekki fyrir kæti þegar jólin nálgast.

Það hefur aftur móti stundum nokkuð slæmar afleiðingar. Auglýsingin er í ár unnin fyrir fyrirtækin John Lewis og Waitrose.

John Lewis leggur ávallt gríðarlega mikið upp úr jólaauglýsingum og hefur nú í raun skapast sú hefð í Bretlandi og víðar að fólk einfaldlega bíður eftir auglýsingunni ár hvert.


Tengdar fréttir

Jólaauglýsingar John Lewis síðustu tíu ár

Undanfarin ár hafa jólaauglýsingar orðið sívinsælar hjá fyrirtækjum um allan heim og keppast þau oft við að gera sem mest úr hátíðunum í sínu kynningarstarfi.

John Lewis hættir að aðgreina kynin

Framleiðandinn hefur ekki aðeins látið kynjastimplanir lönd og leið því stráka-og stelpudeild víkur fyrir einni stórri barnafatadeild.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×