Lífið

Inn­lit í Stór­moskuna í Reykja­vík á venju­legum laugar­degi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikið líf og fjör í Stórmoskunni við Skógarhlíð.
Mikið líf og fjör í Stórmoskunni við Skógarhlíð.

Í Íslandi í dag á Stöð 2 í síðustu viku fékk Sindri Sindrason að kynnast starfinu í Stórmoskunni á Íslandi, hitti fólkið, krakka og fékk að sjá hvernig nám fer þar fram. Hann fékk einnig að kynnast matarmenningunni, félagsskapnum, hvaðan fólkið er og hvers vegna það leitaði hingað til lands.

Á vefsíðu Stórmoskunnar segir: „Við viljum vera sýnileg stofnun á Íslandi sem getur boðið upp á almenna menntun, tekið þátt í íslensku samfélagi með því að  kynna  arabíska og íslamska menningu með samskiptum milli þessara menningarheima.“

Moskan er staðsett við Skógarhlíð 20 í Reykjavík í fallegu húsi. Sindri mætti í húsið á laugardagseftirmiðdegi klukkan 5 á svæðið og þá var verið að kenna ungum börnum arabísku.

Sindri ræddi við börnin sem kunna vel við það að mæta í skólann á laugardegi og læra arabísku. Einnig var rætt við Karim Askari, framkvæmdarstjóra Stofnunar múslima á Íslandi, og fleiri. Til að mynda er greinilega mikil og góð matarmenning í húsinu og eru allir alltaf velkomnir eins og segir í innslaginu.

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.