Innlent

Sex fluttir á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögregla voru kölluð út vegna slyssins.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögregla voru kölluð út vegna slyssins. vísir/vilhelm

Sex voru fluttir á slysadeild í gærkvöldi eftir þriggja bíla árekstur á Vesturlandsvegi nærri Kjalarnesi. Flutningabíll og tveir fólksbílar skullu saman og hafnaði flutningabílinn utan vegar.

Slysið varð á ellefta tímanum og tók vinna á vettvangi um tvo klukkutíma.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var enginn lífshættulega slasaður eftir áreksturinn en einhverjir lemstraðir.

Mbl greindi fyrst frá.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.