Áhrifavaldur safnaði milljón á sólarhring Stefán Árni Pálsson skrifar 5. desember 2019 16:10 Helgi Ómarsson að gera góða hluti. mynd/UNICEF „Það sem gerir mig svo meyran er bara hvað er til mikið af góðu fólki. Og hvað þúsund kall getur orðið stór. Þetta sýnir okkur það,“ segir ljósmyndarinn og Instagram-stjarnan Helgi Ómarsson í samtali við UNICEF sem var hóflega bjartsýnn þegar hann hóf söfnun fyrir neyðartjaldi í Sönnum gjöfum UNICEF meðal fylgjenda sinna á Instagram á þriðjudag. Á rúmlega einum sólahring hefur Helgi náð að safna rúmlega einni milljón króna á reikning sem hann stofnaði fyrir söfnunina. Helgi mun kaupa hjálpargögn fyrir fjárhæðina á Sannargjafar.is. í dag. Eitt neyðartjald kostar 158 þúsund. Auk neyðartjaldsins, sem nýtist á stríðs- og hamfarasvæðum sem til dæmis heilsugæsla, bráðabirgðaskóli eða barnvænt svæði þar sem börn geta leikið sér og fengið að vera börn við erfiðar aðstæður, þá var augljóslega afgangur til að kaupa mikið af hjálpargögnum. Bóluefni gegn mislingafaraldri sem nú kostar þúsundir barna lífið í Kongó og Suður Kyrrahafi, jarðhnetumauki sem bjargar lífi vannærðra barna um allan heim, vatnshreinsitöflur sem á augnabliki breyta óhreinu og sýktu vatni í drykkjarhæft vatn og hlýjan fatnað fyrir veturinn svo fátt eitt sé nefnt. „Ég er bara svo þakklátur hvað það er til margt gott fólk. Stundum er maður of fastur í að spá hvað heimurinn getur verið ósanngjarn og vondur. En gott fólk með fallegt hjartalag er ljós í öllu myrkri. Nú þurfum við að vera duglegri að gefa í hjálparstarf, kaupa minni óþarfa og setja peninginn þar sem þörfin er mest,“ segir Helgi. „Að hugsa til þess hvað okkur tókst að gera fyrir fólk í erfiðum aðstæðum er klikkað. Takk fyrir mig og takk fyrir að vera öll svona yndislegt.“Fyrir upphæðina sem safnaðist keyptu Helgi og fylgjendur hans í sameiningu: 3 vatnsdælur 2.000 skammta af næringarríku jarðhnetumauki. 12 kassa af hlýjum vetrarfatnaði. 2 skóla í kassa. 200.000 vatnshreinsitöflur sem hreinsa milljón lítra af vatni. 1.000 skammta af bóluefni gegn mislingum. Þrjú neyðartjöld. Hjálparstarf Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira
„Það sem gerir mig svo meyran er bara hvað er til mikið af góðu fólki. Og hvað þúsund kall getur orðið stór. Þetta sýnir okkur það,“ segir ljósmyndarinn og Instagram-stjarnan Helgi Ómarsson í samtali við UNICEF sem var hóflega bjartsýnn þegar hann hóf söfnun fyrir neyðartjaldi í Sönnum gjöfum UNICEF meðal fylgjenda sinna á Instagram á þriðjudag. Á rúmlega einum sólahring hefur Helgi náð að safna rúmlega einni milljón króna á reikning sem hann stofnaði fyrir söfnunina. Helgi mun kaupa hjálpargögn fyrir fjárhæðina á Sannargjafar.is. í dag. Eitt neyðartjald kostar 158 þúsund. Auk neyðartjaldsins, sem nýtist á stríðs- og hamfarasvæðum sem til dæmis heilsugæsla, bráðabirgðaskóli eða barnvænt svæði þar sem börn geta leikið sér og fengið að vera börn við erfiðar aðstæður, þá var augljóslega afgangur til að kaupa mikið af hjálpargögnum. Bóluefni gegn mislingafaraldri sem nú kostar þúsundir barna lífið í Kongó og Suður Kyrrahafi, jarðhnetumauki sem bjargar lífi vannærðra barna um allan heim, vatnshreinsitöflur sem á augnabliki breyta óhreinu og sýktu vatni í drykkjarhæft vatn og hlýjan fatnað fyrir veturinn svo fátt eitt sé nefnt. „Ég er bara svo þakklátur hvað það er til margt gott fólk. Stundum er maður of fastur í að spá hvað heimurinn getur verið ósanngjarn og vondur. En gott fólk með fallegt hjartalag er ljós í öllu myrkri. Nú þurfum við að vera duglegri að gefa í hjálparstarf, kaupa minni óþarfa og setja peninginn þar sem þörfin er mest,“ segir Helgi. „Að hugsa til þess hvað okkur tókst að gera fyrir fólk í erfiðum aðstæðum er klikkað. Takk fyrir mig og takk fyrir að vera öll svona yndislegt.“Fyrir upphæðina sem safnaðist keyptu Helgi og fylgjendur hans í sameiningu: 3 vatnsdælur 2.000 skammta af næringarríku jarðhnetumauki. 12 kassa af hlýjum vetrarfatnaði. 2 skóla í kassa. 200.000 vatnshreinsitöflur sem hreinsa milljón lítra af vatni. 1.000 skammta af bóluefni gegn mislingum. Þrjú neyðartjöld.
Hjálparstarf Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira