Áhrifavaldur safnaði milljón á sólarhring Stefán Árni Pálsson skrifar 5. desember 2019 16:10 Helgi Ómarsson að gera góða hluti. mynd/UNICEF „Það sem gerir mig svo meyran er bara hvað er til mikið af góðu fólki. Og hvað þúsund kall getur orðið stór. Þetta sýnir okkur það,“ segir ljósmyndarinn og Instagram-stjarnan Helgi Ómarsson í samtali við UNICEF sem var hóflega bjartsýnn þegar hann hóf söfnun fyrir neyðartjaldi í Sönnum gjöfum UNICEF meðal fylgjenda sinna á Instagram á þriðjudag. Á rúmlega einum sólahring hefur Helgi náð að safna rúmlega einni milljón króna á reikning sem hann stofnaði fyrir söfnunina. Helgi mun kaupa hjálpargögn fyrir fjárhæðina á Sannargjafar.is. í dag. Eitt neyðartjald kostar 158 þúsund. Auk neyðartjaldsins, sem nýtist á stríðs- og hamfarasvæðum sem til dæmis heilsugæsla, bráðabirgðaskóli eða barnvænt svæði þar sem börn geta leikið sér og fengið að vera börn við erfiðar aðstæður, þá var augljóslega afgangur til að kaupa mikið af hjálpargögnum. Bóluefni gegn mislingafaraldri sem nú kostar þúsundir barna lífið í Kongó og Suður Kyrrahafi, jarðhnetumauki sem bjargar lífi vannærðra barna um allan heim, vatnshreinsitöflur sem á augnabliki breyta óhreinu og sýktu vatni í drykkjarhæft vatn og hlýjan fatnað fyrir veturinn svo fátt eitt sé nefnt. „Ég er bara svo þakklátur hvað það er til margt gott fólk. Stundum er maður of fastur í að spá hvað heimurinn getur verið ósanngjarn og vondur. En gott fólk með fallegt hjartalag er ljós í öllu myrkri. Nú þurfum við að vera duglegri að gefa í hjálparstarf, kaupa minni óþarfa og setja peninginn þar sem þörfin er mest,“ segir Helgi. „Að hugsa til þess hvað okkur tókst að gera fyrir fólk í erfiðum aðstæðum er klikkað. Takk fyrir mig og takk fyrir að vera öll svona yndislegt.“Fyrir upphæðina sem safnaðist keyptu Helgi og fylgjendur hans í sameiningu: 3 vatnsdælur 2.000 skammta af næringarríku jarðhnetumauki. 12 kassa af hlýjum vetrarfatnaði. 2 skóla í kassa. 200.000 vatnshreinsitöflur sem hreinsa milljón lítra af vatni. 1.000 skammta af bóluefni gegn mislingum. Þrjú neyðartjöld. Hjálparstarf Mest lesið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
„Það sem gerir mig svo meyran er bara hvað er til mikið af góðu fólki. Og hvað þúsund kall getur orðið stór. Þetta sýnir okkur það,“ segir ljósmyndarinn og Instagram-stjarnan Helgi Ómarsson í samtali við UNICEF sem var hóflega bjartsýnn þegar hann hóf söfnun fyrir neyðartjaldi í Sönnum gjöfum UNICEF meðal fylgjenda sinna á Instagram á þriðjudag. Á rúmlega einum sólahring hefur Helgi náð að safna rúmlega einni milljón króna á reikning sem hann stofnaði fyrir söfnunina. Helgi mun kaupa hjálpargögn fyrir fjárhæðina á Sannargjafar.is. í dag. Eitt neyðartjald kostar 158 þúsund. Auk neyðartjaldsins, sem nýtist á stríðs- og hamfarasvæðum sem til dæmis heilsugæsla, bráðabirgðaskóli eða barnvænt svæði þar sem börn geta leikið sér og fengið að vera börn við erfiðar aðstæður, þá var augljóslega afgangur til að kaupa mikið af hjálpargögnum. Bóluefni gegn mislingafaraldri sem nú kostar þúsundir barna lífið í Kongó og Suður Kyrrahafi, jarðhnetumauki sem bjargar lífi vannærðra barna um allan heim, vatnshreinsitöflur sem á augnabliki breyta óhreinu og sýktu vatni í drykkjarhæft vatn og hlýjan fatnað fyrir veturinn svo fátt eitt sé nefnt. „Ég er bara svo þakklátur hvað það er til margt gott fólk. Stundum er maður of fastur í að spá hvað heimurinn getur verið ósanngjarn og vondur. En gott fólk með fallegt hjartalag er ljós í öllu myrkri. Nú þurfum við að vera duglegri að gefa í hjálparstarf, kaupa minni óþarfa og setja peninginn þar sem þörfin er mest,“ segir Helgi. „Að hugsa til þess hvað okkur tókst að gera fyrir fólk í erfiðum aðstæðum er klikkað. Takk fyrir mig og takk fyrir að vera öll svona yndislegt.“Fyrir upphæðina sem safnaðist keyptu Helgi og fylgjendur hans í sameiningu: 3 vatnsdælur 2.000 skammta af næringarríku jarðhnetumauki. 12 kassa af hlýjum vetrarfatnaði. 2 skóla í kassa. 200.000 vatnshreinsitöflur sem hreinsa milljón lítra af vatni. 1.000 skammta af bóluefni gegn mislingum. Þrjú neyðartjöld.
Hjálparstarf Mest lesið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“