Innlent

Steinunn Inga tekur við af Ágústu

Atli Ísleifsson skrifar
Steinunn Inga Óttarsdóttir er nú starfandi framkvæmdastjóri Félags framhaldsskólakennara.
Steinunn Inga Óttarsdóttir er nú starfandi framkvæmdastjóri Félags framhaldsskólakennara. Stjórnarráðið

Steinunn Inga Óttarsdóttir hefur verið skipuð nýr skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Hún tekur við stöðunni af Ágústu Elínu Ingþórsdóttur.

Svandís Svavarsdóttir, settur menntamálaráðherra í málinu, skipaði Steinunni í embættið til fimm ára frá ársbyrjum 2020. Alls bárust fjórar umsóknir um embættið.

„Steinunn Inga er starfandi framkvæmdastjóri Félags framhaldsskólakennara og var áður áfangastjóri bóknáms við Menntaskólann í Kópavogi. Hún er MA í hagnýtri menningarmiðlun (2019), diplóma í vettvangsnámi í stjórnun framhaldsskóla (2012), diplóma í mannauðsstjórnun (2008), MA í íslenskum bókmenntum (1996), M.Paed í íslensku (1994) og lauk kennaraprófi B.Ed. árið 1991,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.

Deilur við fyrri skólameistara

Ágústa hefur átt í deilum við stjórnvöld eftir að menntamálaráðherra ákvað að framlengja ekki skipunartíma hennar um fimm ár. Var það mat Ágústu Elínar að ekki hefði verið tilkynnt um að staðan yrði auglýst með sex mánaða fyrirvara.

Ágústa Elín stefndi íslenska ríkinu vegna málsins, en Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði á dögum íslenska ríkið af kröfum Ágústu Elínar. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sagði sig frá skipun nýr skólameistara FVA vegna deilnanna og rataði það því inn á borð Svandísar.

Mikil óánægja var meðal kennara við FVA með Ágústu í starfi skólastjóra, þar sem flestir kennarar skrifuðu undir vantraustsyfirlýsingu á hana í október þar sem óskað var eftir því að hún yrði ekki ráðin aftur skólameistari frá áramótum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.