Mikilvægt fyrir næsta útvarpsstjóra að þjóðin fái að sjá hverjir aðrir sóttu um stöðuna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. desember 2019 20:30 Menntamálaráðherra telur að stjórn RÚV eigi að birta lista yfir umsækjendur um starf útvarpsstjóra. Það snúist um gagnsæi og opna stjórnsýslu. Formaður stjórnar RÚV segir að afstaðan til málsins hafi ekkert breyst. Stjórn RÚV hefur legið undir ámæli fyrir að neita að birta lista yfir umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra. Í svari til fréttastofu frá formanni stjórnarinnar í dag kemur fram að stjórnin hafi ekkert breytt sinni afstöðu. Málin skýrist síðar í vikunni þegar umsóknarfrestur rennur út og þangað til verði ekkert sagt. Umsóknarfrestur rennur út á morgun. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sagði í Víglínunni í dag að rétt sé að birta listann. „Mér finnst mikilvægt fyrir þann einstakling sem fær starfið að þjóðin fái að sjá hverjir aðrir sóttu um stöðuna. Þetta snýr að gagnsæi og opinni stjórnsýslu. Ég hef tjáð stjórn RÚV þessa skoðun en þetta er ohf og ég held við ættum frekar að skoða það fyrirkomulag,“ segir Lilja. Heiðar Örn Sigurfinnsson varafréttastjóri RÚV baðst undan viðtali vegna málsins í dag þegar eftir því var leitað en spurt var hvort þetta væri ekki óþægilegt fyrir fréttastofuna þar sem hún þurfi oft að fá upplýsingar á grundvelli gagnsæis og upplýsingaskyldu almennings. Í skriflegu svari kom fram að fréttastofa RÚV hafi fjallað á gagnrýnin hátt um málið. Þá sé fréttastofan sjálfstæð og starfi ekki eftir þessari afstöðu stjórnar RÚV. Fjölmiðlar Framsóknarflokkurinn Ráðning útvarpsstjóra Stjórnsýsla Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
Menntamálaráðherra telur að stjórn RÚV eigi að birta lista yfir umsækjendur um starf útvarpsstjóra. Það snúist um gagnsæi og opna stjórnsýslu. Formaður stjórnar RÚV segir að afstaðan til málsins hafi ekkert breyst. Stjórn RÚV hefur legið undir ámæli fyrir að neita að birta lista yfir umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra. Í svari til fréttastofu frá formanni stjórnarinnar í dag kemur fram að stjórnin hafi ekkert breytt sinni afstöðu. Málin skýrist síðar í vikunni þegar umsóknarfrestur rennur út og þangað til verði ekkert sagt. Umsóknarfrestur rennur út á morgun. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sagði í Víglínunni í dag að rétt sé að birta listann. „Mér finnst mikilvægt fyrir þann einstakling sem fær starfið að þjóðin fái að sjá hverjir aðrir sóttu um stöðuna. Þetta snýr að gagnsæi og opinni stjórnsýslu. Ég hef tjáð stjórn RÚV þessa skoðun en þetta er ohf og ég held við ættum frekar að skoða það fyrirkomulag,“ segir Lilja. Heiðar Örn Sigurfinnsson varafréttastjóri RÚV baðst undan viðtali vegna málsins í dag þegar eftir því var leitað en spurt var hvort þetta væri ekki óþægilegt fyrir fréttastofuna þar sem hún þurfi oft að fá upplýsingar á grundvelli gagnsæis og upplýsingaskyldu almennings. Í skriflegu svari kom fram að fréttastofa RÚV hafi fjallað á gagnrýnin hátt um málið. Þá sé fréttastofan sjálfstæð og starfi ekki eftir þessari afstöðu stjórnar RÚV.
Fjölmiðlar Framsóknarflokkurinn Ráðning útvarpsstjóra Stjórnsýsla Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira