Innlent

Ungabörn með mæðrum sínum í líkamsrækt á Selfossi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar

Þau eru ekki há í loftinu eða hafa mikið vit ungabörnin, sem mæta í líkamsrækt með mæðrum sínum í World Class á Selfossi, en hafa engu að síður mjög gaman af tímunum og samverunni með hinum börnum. Börnin eru frá þriggja til tíu mánaða.

„Við erum mömmutími í gangi fyrir nýbakaðar mæður þar sem boðið er upp á allskonar æfingar en við leggjum áherslu á að vera með æfingar fyrir djúpvöðva og grindabotnsæfingar og almenna styrktarþjálfun og þolþjálfun,“ segir Berglind Elíasdóttir, íþróttafræðingur og kennari á námskeiðunum.

„Mér líst svakalega vel á námskeiðið, ég er mjög ánægð með það. Stelpan mín er tíu mánaða, hún á ekkert val í þessu, hún er bara með, við erum báðar mjög sáttar,“ segir Christina Guðrún Guðnadóttir.

Börnin una sér vel á meðan mömmurnar gera æfingarnar sínar. Magnús Hlynur Hreiðarsson.

Íris Edda Heimisdóttir er ein af mömmunum á námskeiðið með litla barnið sitt. „Mér finnst þetta frábært, algjörlega frábært, rosalega gott að geta komist þegar maður er svolítið teypaður heima með börnin með sér, það er alveg frábært. Börnin una sér mjög vel enda erum við í stórum sal þar sem nóg er að gera fyrir þau með allskonar dót.“

Berglind Elíasdóttir, íþróttafræðingur og kennari á mömmunámskeiðinum, sem hafa slegið í gegn á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.