Innlent

Mikið um hálkuslys

Björn Þorfinnsson skrifar
Jón Magnús Kristjánsson, forstöðumaður
Jón Magnús Kristjánsson, forstöðumaður
Á sjötta tug einstaklinga leituðu sér aðstoðar á bráðamóttöku Landspítalans vegna hálkuslysa á rúmum sólarhring. Jón Magnús Kristjánsson, forstöðumaður bráðamóttöku Landspítalans, segir að það sé mikill fjöldi miðað við aðra daga þar sem sambærilegar aðstæður skapast.„Þetta er óvenju há tala enda mynduðust þessar aðstæður mjög skyndilega. Það hefur því verið mikið álag á bráðamóttökuna undanfarinn sólarhring,“ segir Jón.Að hans sögn leituðu fimmtán manns sér aðstoðar frá kvöldmatarleyti á fimmtudag til miðnættis og síðan fjörutíu aðrir einstaklingar frá miðnætti þar til síðdegis á föstudag.„Fólk hefur aðallega verið að slasa sig með því að renna til í hálkunni. Inni í þessum tölum eru einnig einstaklingar sem slösuðust í nokkrum vægum umferðarslysum. Blessunarlega hafa ekki orðið alvarleg umferðarslys enn,“ segir Jón.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.