Hírðist í tjaldi á Íslandi og hnuplaði mat Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. nóvember 2019 08:00 McCann náði að borga bókasafnsskuldir sínar á Íslandi. Vísir/getty Skoski leikarinn Rory McCann, sem er best þekktur fyrir hlutverk sitt sem „Hundurinn“, Sandor Clegane, í þáttunum um Krúnuleikana, bjó í tjaldi á Íslandi og stal sér til matar. McCann var nýlega í viðtali í tengslum við þættina og ræddi þar veru sína hér. „Ég bjó í tjaldi, bókstaflega í tjaldi, og stal mér til matar endrum og sinnum,“ sagði McCann í þættinum Game of Thrones Reunion Special, þar sem margir leikarar úr þáttaröðinni vinsælu voru í viðtali hjá spjallþáttarstjórnandanum Conan O’Brian. Þetta var árið 2006, en McCann kom þá um haustið, ásamt stórleikaranum Gerard Butler, til að vera viðstaddur frumsýningu á kvikmynd byggðri á Bjólfskviðu. McCann lék lítið hlutverk í þeirri mynd og var ekki stórt nafn í skemmtanabransanum yfir höfuð. Flæktist hann um heiminn og tók að sér hlutverk hér og þar. Hann frestaði heimferð í sífellu og ákvað loksins að setjast hér að. „Ég fékk engin hlutverk á þessum tíma þannig að ég bað umboðsmann minn að hringja ef eitthvað myndi gerast, en það gerðist ekkert þannig að ég var áfram á Íslandi.“ Hann kunni vel við land, þjóð, rokið og rigninguna. Hentaði það grófum persónuleika hans einkar vel. Endaði hann á að búa hérna í tæpt ár en var atvinnulaus og blásnauður. Hann missti loks húsnæðið. „Það var að koma vetur og heimamenn sögðu mér að ég væri sá eini á allri eyjunni sem byggi í tjaldi. Þeir hjálpuðu mér svo að finna annað húsnæði og ég fékk vinnu sem smiður,“ sagði McCann. „Að lokum fékk ég aftur vinnu sem leikari og náði að koma mér aftur á strik,“ sagði McCann. „Allt í einu er verið að keyra mig um í drossíu og ég kominn í bestu þáttaröð heims. Þetta sýnir hvernig örlögin geta breyst. Ótrúlegt.“ Eins og flestir vita voru mörg atriði þáttanna tekin upp á Íslandi, á Þingvöllum, Snæfellsjökli, við Mývatn, Jökulsárlón, Reynisfjöru og víðar. „Ég náði að fara aftur til Íslands og borga bókasafnsskuldirnar mínar.“ Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Game of Thrones Íslandsvinir Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Matur „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Sjá meira
Skoski leikarinn Rory McCann, sem er best þekktur fyrir hlutverk sitt sem „Hundurinn“, Sandor Clegane, í þáttunum um Krúnuleikana, bjó í tjaldi á Íslandi og stal sér til matar. McCann var nýlega í viðtali í tengslum við þættina og ræddi þar veru sína hér. „Ég bjó í tjaldi, bókstaflega í tjaldi, og stal mér til matar endrum og sinnum,“ sagði McCann í þættinum Game of Thrones Reunion Special, þar sem margir leikarar úr þáttaröðinni vinsælu voru í viðtali hjá spjallþáttarstjórnandanum Conan O’Brian. Þetta var árið 2006, en McCann kom þá um haustið, ásamt stórleikaranum Gerard Butler, til að vera viðstaddur frumsýningu á kvikmynd byggðri á Bjólfskviðu. McCann lék lítið hlutverk í þeirri mynd og var ekki stórt nafn í skemmtanabransanum yfir höfuð. Flæktist hann um heiminn og tók að sér hlutverk hér og þar. Hann frestaði heimferð í sífellu og ákvað loksins að setjast hér að. „Ég fékk engin hlutverk á þessum tíma þannig að ég bað umboðsmann minn að hringja ef eitthvað myndi gerast, en það gerðist ekkert þannig að ég var áfram á Íslandi.“ Hann kunni vel við land, þjóð, rokið og rigninguna. Hentaði það grófum persónuleika hans einkar vel. Endaði hann á að búa hérna í tæpt ár en var atvinnulaus og blásnauður. Hann missti loks húsnæðið. „Það var að koma vetur og heimamenn sögðu mér að ég væri sá eini á allri eyjunni sem byggi í tjaldi. Þeir hjálpuðu mér svo að finna annað húsnæði og ég fékk vinnu sem smiður,“ sagði McCann. „Að lokum fékk ég aftur vinnu sem leikari og náði að koma mér aftur á strik,“ sagði McCann. „Allt í einu er verið að keyra mig um í drossíu og ég kominn í bestu þáttaröð heims. Þetta sýnir hvernig örlögin geta breyst. Ótrúlegt.“ Eins og flestir vita voru mörg atriði þáttanna tekin upp á Íslandi, á Þingvöllum, Snæfellsjökli, við Mývatn, Jökulsárlón, Reynisfjöru og víðar. „Ég náði að fara aftur til Íslands og borga bókasafnsskuldirnar mínar.“
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Game of Thrones Íslandsvinir Mest lesið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Matur „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Sjá meira