Slitgigtinni gefið langt nef í Grímsnes og Grafningshreppi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. nóvember 2019 19:00 Alsæll hópur í íþróttahúsinu á Borg með námskeið Slitgigtarskólans Færni, sem þær Þórfríður Soffía og Hildigunnur Hjörleifsdóttir, löggiltir sjúkraþjálfarar eru með. Næsta námskeið hjá þeim á Borg byrjar 8. janúar 2020. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Slitgigt getur reynst mörgum erfið með tilheyrandi verkjum og óþægindum. Nokkrir íbúar í Grímsnes og Grafningshreppi hafa gefið gigtinni langt nef með því að hittast tvisvar í viku og gera æfingar til að minnka verki og bæta líkamsástand sitt. Á Borg í Grímsnesi er íþróttamiðstöð, sem iðar að lífi alla daga. Núna er átta vikna námskeiði í Slitgigtarskólanum Færni að ljúka fyrir fólk með slitgigt í hnjám og mjöðmum. Gleði ríkir í íþróttahúsinu enda gott að hreyfa sig og gera mismunandi styrktaræfingar enda ekki ráð nema í tíma sé tekið að losa sig við slitgigtina. „Það er bara rosalega gaman, við erum búin að vera í þessum æfingum síðan í janúar í fyrra, þetta er meiriháttar“, segir Elín Lára Sigurðardóttir, þátttakandi á námskeiðinu. „Þetta bjargaði í lífi mínu, ég væri í hjólastól ef ég væri ekki á þessu námskeiði með þessar góðu konur til að segja okkur til, alveg frábært“, segir Karen Jónsdóttir, þátttakandi á námskeiðinu. Hún segir æfingarnar frekar léttar en ef hún sinnir þeim og tekur vel á þeim þá séu þær mjög góðar. Æfingarnar eru mjög fjölbreyttar, sem þarf að gera til að losna við eða minka slitgigtina.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Tómas J. Brandsson, bóndi á Ormsstöðum er ánægður með námskeiðið. „Námskeiðið er æðislega gott, þetta er bara frábært og sjálfsagt að taka þátt í svona skemmtilegu námskeið“, segir hann.Hjón hafa verið dugleg að taka þátt í námskeiðunum, hér eru hjónin frá Stærri Bæ, þau Kristín og Þorkell.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað gerir svona námskeið fyrir þátttakendur? „Fólk bætir náttúrulega bæði styrk og lífsgæði og fær meira sjálfstraust að hreyfa sig, það skiptir svo miklu máli. Það er algjört lykilatriði fyrir eldri borgara að hreyfa sig, því það minkar verkjalyfjanotkun, lætur því líða vel og það getur hugsað betur um barnabörnin“, segir Þórfríður Soffía Haraldsdóttir, leiðbeinandi og sjúkraþjálfari. Elín Lára hefur sótt nokkur námskeið hjá þeim Þórfríði og Hildigunni og er alsæl með þau og þann árangur, sem hún hefur náð undir þeirra stjórn.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Grímsnes- og Grafningshreppur Heilsa Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Sjá meira
Slitgigt getur reynst mörgum erfið með tilheyrandi verkjum og óþægindum. Nokkrir íbúar í Grímsnes og Grafningshreppi hafa gefið gigtinni langt nef með því að hittast tvisvar í viku og gera æfingar til að minnka verki og bæta líkamsástand sitt. Á Borg í Grímsnesi er íþróttamiðstöð, sem iðar að lífi alla daga. Núna er átta vikna námskeiði í Slitgigtarskólanum Færni að ljúka fyrir fólk með slitgigt í hnjám og mjöðmum. Gleði ríkir í íþróttahúsinu enda gott að hreyfa sig og gera mismunandi styrktaræfingar enda ekki ráð nema í tíma sé tekið að losa sig við slitgigtina. „Það er bara rosalega gaman, við erum búin að vera í þessum æfingum síðan í janúar í fyrra, þetta er meiriháttar“, segir Elín Lára Sigurðardóttir, þátttakandi á námskeiðinu. „Þetta bjargaði í lífi mínu, ég væri í hjólastól ef ég væri ekki á þessu námskeiði með þessar góðu konur til að segja okkur til, alveg frábært“, segir Karen Jónsdóttir, þátttakandi á námskeiðinu. Hún segir æfingarnar frekar léttar en ef hún sinnir þeim og tekur vel á þeim þá séu þær mjög góðar. Æfingarnar eru mjög fjölbreyttar, sem þarf að gera til að losna við eða minka slitgigtina.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Tómas J. Brandsson, bóndi á Ormsstöðum er ánægður með námskeiðið. „Námskeiðið er æðislega gott, þetta er bara frábært og sjálfsagt að taka þátt í svona skemmtilegu námskeið“, segir hann.Hjón hafa verið dugleg að taka þátt í námskeiðunum, hér eru hjónin frá Stærri Bæ, þau Kristín og Þorkell.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað gerir svona námskeið fyrir þátttakendur? „Fólk bætir náttúrulega bæði styrk og lífsgæði og fær meira sjálfstraust að hreyfa sig, það skiptir svo miklu máli. Það er algjört lykilatriði fyrir eldri borgara að hreyfa sig, því það minkar verkjalyfjanotkun, lætur því líða vel og það getur hugsað betur um barnabörnin“, segir Þórfríður Soffía Haraldsdóttir, leiðbeinandi og sjúkraþjálfari. Elín Lára hefur sótt nokkur námskeið hjá þeim Þórfríði og Hildigunni og er alsæl með þau og þann árangur, sem hún hefur náð undir þeirra stjórn.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Grímsnes- og Grafningshreppur Heilsa Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Sjá meira