Samherjamálið og vantraust hefur áhrif á kjaraviðræður Kristinn Haukur Guðnarson skrifar 20. nóvember 2019 06:00 Formaður Sjómannasambandsins segir aukna hörku í samskiptunum við útgerðarmenn. Fréttablaðið/Vilhelm Kjarasamningar sjómanna við útgerðarmenn renna út um mánaðamótin en þeir voru undirritaðir eftir 10 vikna verkföll vorið 2017. Formlegar viðræður eru ekki hafnar en nú er verið að skipa í samninganefnd Sjómannasambands Íslands. Utan sambandsins eru Sjómannafélag Íslands og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur sem semja sér. Valmundur Valmundsson, formaður sambandsins, segir stefnuna hafa verið setta á formannafundi. Enn eigi eftir að móta kröfurnar en að nauðsynlegt sé að einfalda samningana sem séu gamlir í grunninn. „Í ljósi aðstæðna kemur upp sú spurning hvort sjómenn séu að fá rétt greitt fyrir fiskinn,“ segir Valmundur. „Samherjamálið hlýtur að hafa áhrif á viðræðurnar. Það skal ekki dæma neinn fyrr en sekt er sönnuð, en manni blöskrar ef þetta er svona. Í hugum margra sjómanna vakna spurningar um hvernig málum sé háttað hérna heima, hvort verið sé að stunda tvöfalda verðlagningu til dæmis. Við sjáum að í nágrannalöndunum er verið að borga nærri þrefalt hærra verð fyrir grunnsjávarfiskinn.“ Launakröfur og umræða um fiskverð verður efst á baugi að mati Valmundar. Þá segir hann sjómenn þá einu sem hafi ekki fengið leiðréttingu á lífeyrisgreiðslum. Viðbótarframlag í séreignasjóði sé tvö prósent hjá sjómönnum en ekki 3,5 prósent eins og annars staðar.Valmundur Valmundsson. Fréttablaðið/ErnirEitt af því sem steytir á er lengd slysa- og veikindabóta, sem eru tveir mánuðir. „Við töldum að við værum með sameiginlegan skilning en því hefur verið hafnað af útgerðarmönnum,“ segir Valmundur. Spurður hvort búist sé við hörðum deilum eða verkföllum segir hann að svo kunni að vera. „Það er alltaf hiti í sjómönnum þegar kjaramál eru rædd. Við erum að bíða eftir samþykktri veiðiáætlun frá SFS og í henni verður lokadagsetning til að vísa deilunni til sáttasemjara, sem verður þá vonandi fljótlega eftir áramót ef ekki semst.“ Nýlega var auknu vantrausti lýst yfir á þingi sambandsins á milli sjómanna og útgerða. Valmundur segir þetta óhjákvæmilega lita viðræðurnar. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir ómögulegt að segja til um hvort samningar náist fljótt. „Viðræður hafa verið í gangi alveg frá því að við undirrituðum síðustu samninga. Þær hafa svo sem gengið vel en ég held að það sé of snemmt að segja til um hvenær vænta megi að aðilar nái saman um nýjan samning. Við erum á byrjunarstigi á formlegu ferli þar.“ Heiðrún hefur ekki orðið vör við aukið vantraust í samskiptum aðila. Úrskurðarnefnd taki á ágreiningsmálum um fiskverð. Of snemmt sé að segja til um hvort Samherjamálið hafi áhrif á viðræður. „Ég myndi telja það nokkuð langsótt að starfsemi eins fyrirtækis á erlendum vettvangi geti haft áhrif á kjaramál heillar atvinnugreinar hér heima.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Kjarasamningar sjómanna við útgerðarmenn renna út um mánaðamótin en þeir voru undirritaðir eftir 10 vikna verkföll vorið 2017. Formlegar viðræður eru ekki hafnar en nú er verið að skipa í samninganefnd Sjómannasambands Íslands. Utan sambandsins eru Sjómannafélag Íslands og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur sem semja sér. Valmundur Valmundsson, formaður sambandsins, segir stefnuna hafa verið setta á formannafundi. Enn eigi eftir að móta kröfurnar en að nauðsynlegt sé að einfalda samningana sem séu gamlir í grunninn. „Í ljósi aðstæðna kemur upp sú spurning hvort sjómenn séu að fá rétt greitt fyrir fiskinn,“ segir Valmundur. „Samherjamálið hlýtur að hafa áhrif á viðræðurnar. Það skal ekki dæma neinn fyrr en sekt er sönnuð, en manni blöskrar ef þetta er svona. Í hugum margra sjómanna vakna spurningar um hvernig málum sé háttað hérna heima, hvort verið sé að stunda tvöfalda verðlagningu til dæmis. Við sjáum að í nágrannalöndunum er verið að borga nærri þrefalt hærra verð fyrir grunnsjávarfiskinn.“ Launakröfur og umræða um fiskverð verður efst á baugi að mati Valmundar. Þá segir hann sjómenn þá einu sem hafi ekki fengið leiðréttingu á lífeyrisgreiðslum. Viðbótarframlag í séreignasjóði sé tvö prósent hjá sjómönnum en ekki 3,5 prósent eins og annars staðar.Valmundur Valmundsson. Fréttablaðið/ErnirEitt af því sem steytir á er lengd slysa- og veikindabóta, sem eru tveir mánuðir. „Við töldum að við værum með sameiginlegan skilning en því hefur verið hafnað af útgerðarmönnum,“ segir Valmundur. Spurður hvort búist sé við hörðum deilum eða verkföllum segir hann að svo kunni að vera. „Það er alltaf hiti í sjómönnum þegar kjaramál eru rædd. Við erum að bíða eftir samþykktri veiðiáætlun frá SFS og í henni verður lokadagsetning til að vísa deilunni til sáttasemjara, sem verður þá vonandi fljótlega eftir áramót ef ekki semst.“ Nýlega var auknu vantrausti lýst yfir á þingi sambandsins á milli sjómanna og útgerða. Valmundur segir þetta óhjákvæmilega lita viðræðurnar. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir ómögulegt að segja til um hvort samningar náist fljótt. „Viðræður hafa verið í gangi alveg frá því að við undirrituðum síðustu samninga. Þær hafa svo sem gengið vel en ég held að það sé of snemmt að segja til um hvenær vænta megi að aðilar nái saman um nýjan samning. Við erum á byrjunarstigi á formlegu ferli þar.“ Heiðrún hefur ekki orðið vör við aukið vantraust í samskiptum aðila. Úrskurðarnefnd taki á ágreiningsmálum um fiskverð. Of snemmt sé að segja til um hvort Samherjamálið hafi áhrif á viðræður. „Ég myndi telja það nokkuð langsótt að starfsemi eins fyrirtækis á erlendum vettvangi geti haft áhrif á kjaramál heillar atvinnugreinar hér heima.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira