Lífið

Elísabet og Aðalsteinn eiga von á barni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Elísabet og Aðalsteinn á árshátíð Advania í vor.
Elísabet og Aðalsteinn á árshátíð Advania í vor. mynd/advania

„Það er lukka mín í lífinu að vera umkringd fallegum, klárum og góðum karlmönnum. Eitthvað segir mér að molinn í bumbunni verði engin undantekning. Vorboði 2020 verður eitthvað svo extra ljúfur,“ segir Elísabet Erlendsdóttir, starfsmaður Advania, í færslu á Facebook. 

Þau Aðalsteinn Kjartansson, fréttamaður á RÚV, eiga von á sínu fyrsta barni saman á næsta ári.

Aðalsteinn vakti sérstaka athygli í síðustu viku þegar hann kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik og greindi frá Samherjamálinu ásamt Helga Seljan. Aðalsteinn vann einnig að Panama-skjala þættinum fræga á sínum tíma.

Hann á tvö börn úr fyrra sambandi en þetta mun vera fyrsta barn Elísabetar. Elísabet deilir þessari mynd hér að neðan á Twitter. 
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.