Lífið

Elísabet og Aðalsteinn eiga von á barni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Elísabet og Aðalsteinn á árshátíð Advania í vor.
Elísabet og Aðalsteinn á árshátíð Advania í vor. mynd/advania
„Það er lukka mín í lífinu að vera umkringd fallegum, klárum og góðum karlmönnum. Eitthvað segir mér að molinn í bumbunni verði engin undantekning. Vorboði 2020 verður eitthvað svo extra ljúfur,“ segir Elísabet Erlendsdóttir, starfsmaður Advania, í færslu á Facebook. Þau Aðalsteinn Kjartansson, fréttamaður á RÚV, eiga von á sínu fyrsta barni saman á næsta ári.Aðalsteinn vakti sérstaka athygli í síðustu viku þegar hann kom fram í fréttaskýringaþættinum Kveik og greindi frá Samherjamálinu ásamt Helga Seljan. Aðalsteinn vann einnig að Panama-skjala þættinum fræga á sínum tíma.Hann á tvö börn úr fyrra sambandi en þetta mun vera fyrsta barn Elísabetar. Elísabet deilir þessari mynd hér að neðan á Twitter. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.