Innlent

Upp­sagnir hjá Haf­rann­sóknar­stofnun

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafró.
Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafró. Fréttablaðið/Pjetur

Tíu manns hefur verið sagt upp störfum hjá Hafrannsóknarstofnun. Sigurður Guðjónsson, forstjóri stofnunarinnar, segir í samtali við fréttastofu að fjórir til viðbótar hafi sagt upp að eigin frumkvæði. 

Á heimsíðu Hafrannsóknarstofnunar kemur fram að ákveðið hefði verið að breyta skipulagi til að gera reksturinn skilvirkari og hagkvæmari. Þannig fækkar fagsviðum úr fimm í fjögur og stoðsviðum úr fjórum í tvö.

Sigurður segir að fjórir sviðsstjórar hafi ákveðið að hætta störfum en til stendur að leggja niður þeirra svið. Þeim hafi boðist áframhaldandi starf sem sérfræðingar en því boði hafi verið hafnað.

Í tengslum við flutning á starfsemi stofnunarinnar úr Reykjavík á einn stað í Hafnarfirði munu verða breytingar á rekstri stoðþjónustu stofnunarinnar, störfum þar fækkað og ekki verður endurráðið í þær stöður sem losna á næstu mánuðum.

Sigurður segir að fleiri uppsagnir séu ekki fyrirhugaðar. „Sem betur fer þá er þetta búið.“

Að sögn Sigurðar eru hagræðingarkröfur gerðar til Hafrannsóknarstofnunar, líkt og á við um aðrar ríkisstofnanir. 

Hvernig er andrúmsloftið hjá starfsmannahópnum?

„Fólki er náttúrulega brugðið og leiðinlegt að þurfa að fara í svona og kveðja gott fólk.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×