Lífið

Sigrún Ósk hjálpar Sóla Hólm að finna föður sinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sóli hefur farið á kostum í dagskrákynningum.
Sóli hefur farið á kostum í dagskrákynningum.

Dagskrákynningarnar í spjallþætti Gumma Ben hafa slegið rækilega í gegn á Stöð 2 undanfarnar vikur.

Þá hefur Sóli brugðið sér í gervi þekktra sjónvarpsmanna og gert það af stakri snilld. Að þessu sinni er hann aftur á móti hann sjálfur í leit að föður sínum.

Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fór því eðlilega í verkefnið og reynir að finna Sólmund eldri. Sigrún fór í mikla leit en reyndar var málið bara þannig að Sóli náði ekki í pabba sinn í síma.

Hér að neðan má sjá atriðin tvö í þættinum.


Klippa: Sigrún leitar að föður Sólmundar
 

Klippa: Sigrún finnur Sólmund eldri
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.