Menning

Lífið og Á eigin fótum á stærstu barnaleikhúshátíð í heimi

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar
Atriði úr Lífinu - Stórskemmtilegt drullumall.
Atriði úr Lífinu - Stórskemmtilegt drullumall.
Lífið - Stórskemmtilegt drullu­mall! og á Eigin fótum hefur verið boðið að sýna á heimsþingi Assitej í Japan á næsta ári. Assitej eru heimssamtök barnaleikhúss og halda samtökin árlegt heimsþing sem er stærsta barnaleikhúshátíð í heimi. Þangað koma áhorfendur og leikhúsfólk hvaðanæva úr heiminum til að sjá það besta hverju sinni í barnaleikhúsi. Alls komu 1.400 sýningar til greina og íslensku sýningunum er því sýndur mikill heiður.Í framhaldinu verður Lífið sýnt á Ricca Ricca hátíðinni á japönsku eyjunni Okinawa sem er tengd við heimsþingið. Fyrirhugað er að sýna á eigin fótum í Okinawa og Kýótó sem og Tókýó þar sem heimsþingið er.Lífið – Stórskemmtilegt drullu­mall! er verðlaunaleikrit, samið og flutt af leikhópnum 10 fingur. Sýningin er án orða, dansar á mörkum leikhúss og myndlistar. Lífið fjallar um sköpunarkraft, vináttu og hringrás lífsins.Á eigin fótum er brúðusýning án orða með frumsaminni tónlist. Þar er fjallað um Ninnu, sex ára uppátækjasama stelpu sem býr í Reykjavík á millistríðsárunum og er send ein í afskekkta sveit sumarlangt. Umhverfi Ninnu er töfrum gætt og öðlast hversdagslegir hlutir líf og nýtt hlutverk í sýningunni.Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.