Sáttamiðlun allt of sjaldan notuð í sakamálum á Íslandi Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 23. nóvember 2019 09:30 Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. vísir/vilhelm Líkt og greint var frá í Fréttablaðinu á fimmtudag segir stjórnarmaður Sáttar, félags um sáttamiðlun, sáttamiðlunarúrræði vera að ryðja sér til rúms á Íslandi en segir engu að síður að hægt væri að nýta sáttamiðlun í mun fleiri málum og nefnir þar sérstaklega sakamál. Varahéraðssaksóknari segir það sorglegt að ekki sé notast meira við sáttameðferð í sakamálum en gert er hér á landi. „Þetta úrræði er mjög lítið notað,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. „Þetta byrjaði sem tilraunaverkefni á árunum 2006-2008. Í kjölfarið var tekin ákvörðun í dómsmálaráðuneytinu um að þetta yrði varanlegt úrræði en af einhverju ástæðum hefur ekki tekist að festa þetta í sessi. Sáttamiðlun er einungis notuð í örfáum sakamálum á ári,“ bætir hún við. „Það þarf að velja málin sem fara í þennan farveg vel, en alla jafna hefur þetta gengið vel. Það hefur lengi verið rætt hvað sé til ráða og hvort það eigi einhvern veginn að breyta þessu,“ segir Kolbrún.Snorri Magnússon rannsóknarlögreglumaður„Sáttamiðlun í sakamálum er ólík sáttamiðlun í einkamálum að því leyti að í sakamálunum eru það lögreglumenn sem eru sáttamenn,“ segir hún og bætir við að mikill fjöldi lögreglumanna hafi í upphafi verið áhugasamur um úrræðið og farið á sérstakt sáttanámskeið. „Þrátt fyrir það er úrræðið ekki mikið notað,“ bætir Kolbrún við. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir skiptar skoðanir um sáttamiðlunarúrræðið innan lögreglunnar en kostirnir séu fleiri en ókostirnir. „Ég held að ef að menn kynntu sér þetta úrræði almennilega, það yrði almennara og að lögð væri meiri áhersla á sáttamiðlun í menntun og þjálfun lögreglumanna þá yrðu kostirnir fleiri en ókostirnir í framkvæmdinni,“ segir Snorri. Hann segir sáttamiðlun ekki hafa náð þeirri fótfestu sem vonast var eftir þegar farið var af stað í tilraunaverkefnið og segir ástæðuna vera upphaflega framkvæmd sáttamiðlunar í sakamálum. „Í upphafi var þetta þannig að fullrannsaka þurfti öll mál áður en þau fóru í sáttamiðlun og kom þetta í rauninni eins og viðbótarvinna ofan á vinnu lögreglumanna,“ segir hann.burðarmyndKolbrún segir mikilvægt að rétt sé staðið að því ferli sem sáttamiðlun er. „Ef við gerum þetta rétt þá þarf ekki að fullrannsaka öll mál heldur er hægt að sætta þau og ljúka þeim mun fyrr heldur en ef farin er dómstólaleiðin. Í því felst auðvitað bæði tímasparnaður og sparnaður á fé,“ segir Kolbrún. „Það eru góð og gild rök en aðalrökin eru þau að allar rannsóknir benda til þess að sakamenn sem fara í gegnum sáttamiðlun eru ólíklegri til að brjóta af sér aftur og fyrir brotaþola er þetta leið sem gerir þeim fært að hafa eitthvað að segja um sitt eigið mál. En í hefðbundnu sakamáli er brotaþoli vitni og hefur lítið um það að segja hvernig málið fer,“ segir Kolbrún. Snorri er sammála Kolbrúnu og segir mikinn sparnað geta falist í aukinni notkun sáttamiðlunar í sakamálum. „Þetta getur sparað lögreglunni mikið til langs tíma litið. Bæði í tíma og peningum og í þeirri staðreynd að fólk sem fer þessa leið er ólíklegra en ella til þess að brjóta af sér aftur.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Lögreglan Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Líkt og greint var frá í Fréttablaðinu á fimmtudag segir stjórnarmaður Sáttar, félags um sáttamiðlun, sáttamiðlunarúrræði vera að ryðja sér til rúms á Íslandi en segir engu að síður að hægt væri að nýta sáttamiðlun í mun fleiri málum og nefnir þar sérstaklega sakamál. Varahéraðssaksóknari segir það sorglegt að ekki sé notast meira við sáttameðferð í sakamálum en gert er hér á landi. „Þetta úrræði er mjög lítið notað,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. „Þetta byrjaði sem tilraunaverkefni á árunum 2006-2008. Í kjölfarið var tekin ákvörðun í dómsmálaráðuneytinu um að þetta yrði varanlegt úrræði en af einhverju ástæðum hefur ekki tekist að festa þetta í sessi. Sáttamiðlun er einungis notuð í örfáum sakamálum á ári,“ bætir hún við. „Það þarf að velja málin sem fara í þennan farveg vel, en alla jafna hefur þetta gengið vel. Það hefur lengi verið rætt hvað sé til ráða og hvort það eigi einhvern veginn að breyta þessu,“ segir Kolbrún.Snorri Magnússon rannsóknarlögreglumaður„Sáttamiðlun í sakamálum er ólík sáttamiðlun í einkamálum að því leyti að í sakamálunum eru það lögreglumenn sem eru sáttamenn,“ segir hún og bætir við að mikill fjöldi lögreglumanna hafi í upphafi verið áhugasamur um úrræðið og farið á sérstakt sáttanámskeið. „Þrátt fyrir það er úrræðið ekki mikið notað,“ bætir Kolbrún við. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir skiptar skoðanir um sáttamiðlunarúrræðið innan lögreglunnar en kostirnir séu fleiri en ókostirnir. „Ég held að ef að menn kynntu sér þetta úrræði almennilega, það yrði almennara og að lögð væri meiri áhersla á sáttamiðlun í menntun og þjálfun lögreglumanna þá yrðu kostirnir fleiri en ókostirnir í framkvæmdinni,“ segir Snorri. Hann segir sáttamiðlun ekki hafa náð þeirri fótfestu sem vonast var eftir þegar farið var af stað í tilraunaverkefnið og segir ástæðuna vera upphaflega framkvæmd sáttamiðlunar í sakamálum. „Í upphafi var þetta þannig að fullrannsaka þurfti öll mál áður en þau fóru í sáttamiðlun og kom þetta í rauninni eins og viðbótarvinna ofan á vinnu lögreglumanna,“ segir hann.burðarmyndKolbrún segir mikilvægt að rétt sé staðið að því ferli sem sáttamiðlun er. „Ef við gerum þetta rétt þá þarf ekki að fullrannsaka öll mál heldur er hægt að sætta þau og ljúka þeim mun fyrr heldur en ef farin er dómstólaleiðin. Í því felst auðvitað bæði tímasparnaður og sparnaður á fé,“ segir Kolbrún. „Það eru góð og gild rök en aðalrökin eru þau að allar rannsóknir benda til þess að sakamenn sem fara í gegnum sáttamiðlun eru ólíklegri til að brjóta af sér aftur og fyrir brotaþola er þetta leið sem gerir þeim fært að hafa eitthvað að segja um sitt eigið mál. En í hefðbundnu sakamáli er brotaþoli vitni og hefur lítið um það að segja hvernig málið fer,“ segir Kolbrún. Snorri er sammála Kolbrúnu og segir mikinn sparnað geta falist í aukinni notkun sáttamiðlunar í sakamálum. „Þetta getur sparað lögreglunni mikið til langs tíma litið. Bæði í tíma og peningum og í þeirri staðreynd að fólk sem fer þessa leið er ólíklegra en ella til þess að brjóta af sér aftur.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Lögreglan Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira