Heyrði óm af verkinu þegar þau hringdu í mig Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 09:00 Íslenskir strengir og Söngsveitin Ægisif flytja hátíðlega tónlist í Kristskirkju, Landakoti, í kvöld. Fréttablaðið/Ernir Íslenskir strengir og söngsveitin Ægisif halda tónleika í Kristskirkju í kvöld. Þar hljómar í fyrsta sinn nýtt kórverk eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Laudem Domini. „Trúarlega texta hef ég samið við áður og það er sérstaklega gaman að semja verk til flutnings í Kristskirkju, Landakoti, ekki síst fyrir hljómburðinn sem er þar mjög fallegur. Svo er kirkjan mikilvægur helgidómur sem viss dulúð fylgir þar sem hún stendur á túninu og veitir bæði ljós og skugga,“ segir Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld og kveðst hlakka til að heyra eigið kórverk flutt þar í kvöld. „Frumkvæðið að verkinu kom frá þeim sem halda tónleikana, Söngsveitinni Ægisif og Íslenskum strengjum. Þau höfðu samband um mitt sumar og það fylgir því svo mikil merking að halda tónleika á þessum stað að mér fannst erindi þeirra strax spennandi. Um leið og þau hringdu í mig heyrði ég einhvern óm af verkinu. Það var ekki flóknara en svo.““Markmiðið er að reyna að ná arkitektúrnum og músíkinni í eitt,” segir Hjálmar.Fréttablaðið/HannaHjálmar kveðst hafa velt fyrir sér hvort ævafornir Biblíutextar á íslensku eða latínu ættu erindi við okkur í dag. „Ég er einn af þeim sem vita aldrei hvort þeir eru trúaðir eða ekki, þannig að ég er alltaf að spyrja. Leitaði til Kristjáns Vals Ingólfssonar vígslubiskups, við settumst niður og ræddum brýnustu mál samtímans, endurnýjun lífsins, réttlæti og frið og hvað Biblían kynni að hafa til málanna að leggja í þessum efnum. Ég vissi að þegar verkið yrði flutt væri aðventan á næsta leiti og jólin í framhaldinu. Þá er heimsbyggðin, að minnsta kosti hinn kristni hluti hennar, að fagna fæðingu lítils barns sem mér finnst alveg töfrandi fallegt í sjálfu sér. Því kom upp í huga minn texti sem ég þekkti sem heitir á latínu Magnum Mysterium, hann hefur lifað gegnum aldirnar og fjallar um fæðinguna. Það sem er merkilegast við hann er tvennt, það er að María er þess verðug að fæða barnið og svo hitt að það eru bara dýr sem eru viðstödd. Fæðingin er endurnýjun lífsins og allt lífríkið er kallað til vitnis um það, en ekki endilega maðurinn. Nú óttumst við að lífríkið endurnýi sig ekki og fólk veltir fyrir sér hvort það eigi að eignast börn, af því horfurnar séu svo dökkar. En það eru ákveðin fyrirheit í Biblíunni um fæðingu barnsins sem muni færa heiminum frið, úlfurinn og lambið geti búið saman og naðran og barnið. Þá muni allir hlutir verða góðir og réttlætið ríkja, öll hin ólíku öfl geti fallið saman og lifað í sátt í náttúrunni. Allt tengist það endurnýjun og hringrás lífsins. Á öðrum stað í Biblíunni er líka talað um uppskeruna, ávextina, frjóið í jörðinni. Þarna liggja gamlir textar í undirmeðvitund kynslóðanna sem bera í sér bæði von og lausnir. Ég er að vinna með þá í þessu nýja verki, Laudem Domini, í því er ákveðin framvinda. Flytjendur eru strengir, kór og einsöngvari sem er eins konar sögumaður.“ Hjálmar segir verkið reyna bæði á kórinn og strengina en það sé hátíðlegt og líka djúpt tilfinningalega. „Ég er að vissu leyti að vinna út frá hefðinni en vonandi með mitt eigið persónulega tónmál. Svo er ég að spila á kringumstæðurnar í kirkjunni, markmiðið er að reyna að ná arkitektúrnum og músíkinni í eitt. Ég hef samið fyrir leikhús og það er ákveðin reynsla sem ég færi inn í þetta verk. Reyni að búa til eitthvað sem fólk getur tengt við og skapa jafnvægi milli þess sem er forvitnilegt og er þekkt. Ég heyrði það strax hjá kórnum að þetta smaug inn í hann.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 21 í kvöld. Það er Hreiðar Ingi Þorsteinsson sem stjórnar söngsveitinni Ægisif og Ólöf Sigursveinsdóttir heldur um tónsprotann hjá Íslenskum strengjum. Auk verka Hjálmars verður þar flutt strengjaverkið Musica Adventus eftir eitt fremsta tónskáld Lettlands, Peteris Vasks. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Lífið Fleiri fréttir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Sjá meira
Íslenskir strengir og söngsveitin Ægisif halda tónleika í Kristskirkju í kvöld. Þar hljómar í fyrsta sinn nýtt kórverk eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Laudem Domini. „Trúarlega texta hef ég samið við áður og það er sérstaklega gaman að semja verk til flutnings í Kristskirkju, Landakoti, ekki síst fyrir hljómburðinn sem er þar mjög fallegur. Svo er kirkjan mikilvægur helgidómur sem viss dulúð fylgir þar sem hún stendur á túninu og veitir bæði ljós og skugga,“ segir Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld og kveðst hlakka til að heyra eigið kórverk flutt þar í kvöld. „Frumkvæðið að verkinu kom frá þeim sem halda tónleikana, Söngsveitinni Ægisif og Íslenskum strengjum. Þau höfðu samband um mitt sumar og það fylgir því svo mikil merking að halda tónleika á þessum stað að mér fannst erindi þeirra strax spennandi. Um leið og þau hringdu í mig heyrði ég einhvern óm af verkinu. Það var ekki flóknara en svo.““Markmiðið er að reyna að ná arkitektúrnum og músíkinni í eitt,” segir Hjálmar.Fréttablaðið/HannaHjálmar kveðst hafa velt fyrir sér hvort ævafornir Biblíutextar á íslensku eða latínu ættu erindi við okkur í dag. „Ég er einn af þeim sem vita aldrei hvort þeir eru trúaðir eða ekki, þannig að ég er alltaf að spyrja. Leitaði til Kristjáns Vals Ingólfssonar vígslubiskups, við settumst niður og ræddum brýnustu mál samtímans, endurnýjun lífsins, réttlæti og frið og hvað Biblían kynni að hafa til málanna að leggja í þessum efnum. Ég vissi að þegar verkið yrði flutt væri aðventan á næsta leiti og jólin í framhaldinu. Þá er heimsbyggðin, að minnsta kosti hinn kristni hluti hennar, að fagna fæðingu lítils barns sem mér finnst alveg töfrandi fallegt í sjálfu sér. Því kom upp í huga minn texti sem ég þekkti sem heitir á latínu Magnum Mysterium, hann hefur lifað gegnum aldirnar og fjallar um fæðinguna. Það sem er merkilegast við hann er tvennt, það er að María er þess verðug að fæða barnið og svo hitt að það eru bara dýr sem eru viðstödd. Fæðingin er endurnýjun lífsins og allt lífríkið er kallað til vitnis um það, en ekki endilega maðurinn. Nú óttumst við að lífríkið endurnýi sig ekki og fólk veltir fyrir sér hvort það eigi að eignast börn, af því horfurnar séu svo dökkar. En það eru ákveðin fyrirheit í Biblíunni um fæðingu barnsins sem muni færa heiminum frið, úlfurinn og lambið geti búið saman og naðran og barnið. Þá muni allir hlutir verða góðir og réttlætið ríkja, öll hin ólíku öfl geti fallið saman og lifað í sátt í náttúrunni. Allt tengist það endurnýjun og hringrás lífsins. Á öðrum stað í Biblíunni er líka talað um uppskeruna, ávextina, frjóið í jörðinni. Þarna liggja gamlir textar í undirmeðvitund kynslóðanna sem bera í sér bæði von og lausnir. Ég er að vinna með þá í þessu nýja verki, Laudem Domini, í því er ákveðin framvinda. Flytjendur eru strengir, kór og einsöngvari sem er eins konar sögumaður.“ Hjálmar segir verkið reyna bæði á kórinn og strengina en það sé hátíðlegt og líka djúpt tilfinningalega. „Ég er að vissu leyti að vinna út frá hefðinni en vonandi með mitt eigið persónulega tónmál. Svo er ég að spila á kringumstæðurnar í kirkjunni, markmiðið er að reyna að ná arkitektúrnum og músíkinni í eitt. Ég hef samið fyrir leikhús og það er ákveðin reynsla sem ég færi inn í þetta verk. Reyni að búa til eitthvað sem fólk getur tengt við og skapa jafnvægi milli þess sem er forvitnilegt og er þekkt. Ég heyrði það strax hjá kórnum að þetta smaug inn í hann.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 21 í kvöld. Það er Hreiðar Ingi Þorsteinsson sem stjórnar söngsveitinni Ægisif og Ólöf Sigursveinsdóttir heldur um tónsprotann hjá Íslenskum strengjum. Auk verka Hjálmars verður þar flutt strengjaverkið Musica Adventus eftir eitt fremsta tónskáld Lettlands, Peteris Vasks.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Lífið Fleiri fréttir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp