Innlent

Leita erlendra árásarmanna

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Mynd er úr safni.
Mynd er úr safni. Vísir/kolbeinn tumi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að þremur erlendum mönnum í tengslum við fólskulega árás á þrjá dyraverði. Árásin átti sér stað á skemmtistaðnum Sólon 20 mínútur yfir eitt í gærnótt.

Guðmundur Páll Jónsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir leitina þrengjast og að ekki sé um ferðamenn að ræða. „Þetta mjakast áfram. Við gerum allt til að finna þessa náunga,“ segir hann.

Tveir dyravarðanna voru flutti á bráðamóttöku Landspítala eftir árásina, annar eftir spörk í höfuðið og hinn eftir að hafa fengið glas í höfuðið. Sá þriðji hlaut minniháttar mar og kúlu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.