Viðskipti við Rússland aukast þrátt fyrir viðskiptaþvinganir Heimir Már Pétursson skrifar 26. nóvember 2019 13:15 Utanríkisráðherrar Íslands og Rússlands undirrituðu yfirlýsingu í morgun sem tryggir að samfella verður í stefnu Norðurskautsráðsins að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Þrátt fyrir gagnkvæmar viðskiptahindranir landanna hafi viðskipti milli landanna aukist að undanförnu. Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra fundaði með Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í morgun. En íslenski utanríkisráðherrann er nú staddur í Moskvu ásamt fulltrúum nítján íslenskra fyrirtækja og Íslandsstofu. „Fundurinn var mjög góður og við undirrituðum sérstaka yfirlýsingu sem tryggir að það verði samfella í starfi okkar þegar kemur að Norðurskautsráðinu. Við erum núna með formennskuna en þeir munu taka við af okkur. Þótt við séum ekki sammála um alla hluti er gott að við erum með svipaða sýn þegar kemur að þessum mikilvægu málum sem norðurskautsmálin eru,“ segir Guðlaugur.UtanríkisráðuneytiðÞeir hafi síðan rætt ýmis önnur mál eins og viðskipti landanna almennt. En Íslendingar hafa tekið þátt í viðskiptaþvingunum aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins og Evrópska efnahagssvæðisins gagnvart Rússlandi frá því Rússar innlimuðu Krímskaga. Rússar hafa svarað þeim aðgerðum með innflutningshindrunum á íslenskan fisk og kjöt. Guðlaugur Þór segir aðgerðirnar sem Íslendingar taki þátt í hafa takmörkuð áhrif á rússneskan almenning. „En hins vegar viðskiptaþvinganirnar sem þeir settu í kjölfarið hafa komið sérstaklega illa niður á okkur. Aftur á móti hafa viðskipti milli landanna verið að aukast og nýverið var stofnað Rússneskt-íslenskt viðskiptaráð. Við sjáum fram á aukna möguleika þegar kemur að viðskiptum milli Íslands og Rússlands,“ segir utanríkisráðherra.UtanríkisráðuneytiðÍslensk hátæknifyrirtæki eins og Marel hafi náð stórum samningum í Rússlandi að undanförnu. Enn hafi hins vegar ekki náðst niðurstaða með rússneskum matvælayfirvöldum varðandi útflutning á kjöti héðan til Rússlands. „Við vorum að ýta á eftir þeim málum og vonandi næst það fram en það hefur ekki gerst ennþá. Síðan eru önnur viðskipti eins og þú nefnir hvað snýr að hátækni. Sömuleiðis hafa Íslendingar verið að fjárfesta hér í verksmiðjum til að framleiða skyr úr íslenskri mjólk. Það er mjög margt sem er á döfinni en það eru litlar líkur á að viðskiptaþvinganir sem þeir setja á okkur og önnur vestræn ríki breytist eitthvað á næstunni,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Rússland Utanríkismál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Utanríkisráðherrar Íslands og Rússlands undirrituðu yfirlýsingu í morgun sem tryggir að samfella verður í stefnu Norðurskautsráðsins að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Þrátt fyrir gagnkvæmar viðskiptahindranir landanna hafi viðskipti milli landanna aukist að undanförnu. Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra fundaði með Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í morgun. En íslenski utanríkisráðherrann er nú staddur í Moskvu ásamt fulltrúum nítján íslenskra fyrirtækja og Íslandsstofu. „Fundurinn var mjög góður og við undirrituðum sérstaka yfirlýsingu sem tryggir að það verði samfella í starfi okkar þegar kemur að Norðurskautsráðinu. Við erum núna með formennskuna en þeir munu taka við af okkur. Þótt við séum ekki sammála um alla hluti er gott að við erum með svipaða sýn þegar kemur að þessum mikilvægu málum sem norðurskautsmálin eru,“ segir Guðlaugur.UtanríkisráðuneytiðÞeir hafi síðan rætt ýmis önnur mál eins og viðskipti landanna almennt. En Íslendingar hafa tekið þátt í viðskiptaþvingunum aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins og Evrópska efnahagssvæðisins gagnvart Rússlandi frá því Rússar innlimuðu Krímskaga. Rússar hafa svarað þeim aðgerðum með innflutningshindrunum á íslenskan fisk og kjöt. Guðlaugur Þór segir aðgerðirnar sem Íslendingar taki þátt í hafa takmörkuð áhrif á rússneskan almenning. „En hins vegar viðskiptaþvinganirnar sem þeir settu í kjölfarið hafa komið sérstaklega illa niður á okkur. Aftur á móti hafa viðskipti milli landanna verið að aukast og nýverið var stofnað Rússneskt-íslenskt viðskiptaráð. Við sjáum fram á aukna möguleika þegar kemur að viðskiptum milli Íslands og Rússlands,“ segir utanríkisráðherra.UtanríkisráðuneytiðÍslensk hátæknifyrirtæki eins og Marel hafi náð stórum samningum í Rússlandi að undanförnu. Enn hafi hins vegar ekki náðst niðurstaða með rússneskum matvælayfirvöldum varðandi útflutning á kjöti héðan til Rússlands. „Við vorum að ýta á eftir þeim málum og vonandi næst það fram en það hefur ekki gerst ennþá. Síðan eru önnur viðskipti eins og þú nefnir hvað snýr að hátækni. Sömuleiðis hafa Íslendingar verið að fjárfesta hér í verksmiðjum til að framleiða skyr úr íslenskri mjólk. Það er mjög margt sem er á döfinni en það eru litlar líkur á að viðskiptaþvinganir sem þeir setja á okkur og önnur vestræn ríki breytist eitthvað á næstunni,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Rússland Utanríkismál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira