Samhæfðar aðgerðir í húsnæðismálum að skila árangri Heimir Már Pétursson skrifar 27. nóvember 2019 12:09 Frá Húsnæðisþingi á Hotel Nordica fyrr í dag. Íbúðalánasjóður Forstjóri Íbúðalánasjóðs segir jafnvægi vera að nást á húsnæðismarkaði með samþættu átaki stjórnvalda, verkalýðshreyfingar og óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga. Enn sé þó þörf á að byggja íbúðir fyrir tekjulægsta og eignaminnsta hópinn í samfélaginu. Í dag er haldið svo kallað Húsnæðisþing á Hilton Nordica hótelinu á vegum Íbúðarlánasjóðs og stjórnvalda þar sem sérfræðingar áýmsum sviðum húsnæðismarkaðarins og efnahagsmála fara yfir stöðuna. Hermann Jónasson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir ákveðið jafnvægi vera að nást á húsnæðismarkaðnum. „Fyrir nokkrum árum var framboðsskortur. Það vantaði íbúðir og verð hækkaði mjög mikið. Við erum komin út úr því tímabili. Byggingariðnaðurinn hefur brugðist við. Það eru íbúðir að koma inn á markaðinn núna. En þrátt fyrir það er áfram þörf á hakvæmum íbúðum fyrir tekjulága og eignarlitla í samfélaginu,“ segir Hermann. Þörf þessa hóps sé fyrst og fremst mætt með úrræðum sem urðu til í samkomulagi verkalýðshreyfingar og stjórnvalda í kringum gerð lífskjarasamninganna síðast liðið vor. Byggingarfélagið Bjarg á vegum ASÍ og fleiri, leigufélagið Bríet sem stjórnvöld stofnuðu fyrir uppbyggingu á landsbyggðinni og síðan Blær sem séí undirbúningi hjá VR horfi öll til tekjulægsta og eignaminnsta hópsins.Frá Húsnæðisþingi á Nordica fyrr í dag.ÍbúðalánasjóðurHermann segir að ríki og sveitarfélög hafi stóraukið samstarf sitt til að meta húsnæðisþörfina til framtíðar og fyrsta húsnæðisáætlunin sé að líta dagsins ljós þar sem tekið sé mið af raunverulegum þörfum. „Og ef okkur tekst það til framtíðar munum við draga úr sveiflum á húsnæðismarkaði og auka stöðugleika til hagsbóta fyrir heimilin í landinu og byggingariðnaðinn,“ segir Hermann. Það sé síðan til marks um að markaðurinn sé að komast í jafnvægi að verðmunur áíbúðum í miðborg og Vesturbæ Reykjavíkur og annarra hverfa sé að minnka. „Það er ekki þessi ofboðslegi þrýstingur á húsnæðisverð eins og við þekkjum síðustu árin. Þannig að markaðurinn er að leita jafnvægis. Þannig að verðí ytri hverfum höfuðborgarinnar er að hækka? Já í einhverjum skilningi en verðiðí miðborginni er líka að nálgast eitthvað jafnvægi,“ segir Hermann Jónasson. Húsnæðismál Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Forstjóri Íbúðalánasjóðs segir jafnvægi vera að nást á húsnæðismarkaði með samþættu átaki stjórnvalda, verkalýðshreyfingar og óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga. Enn sé þó þörf á að byggja íbúðir fyrir tekjulægsta og eignaminnsta hópinn í samfélaginu. Í dag er haldið svo kallað Húsnæðisþing á Hilton Nordica hótelinu á vegum Íbúðarlánasjóðs og stjórnvalda þar sem sérfræðingar áýmsum sviðum húsnæðismarkaðarins og efnahagsmála fara yfir stöðuna. Hermann Jónasson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir ákveðið jafnvægi vera að nást á húsnæðismarkaðnum. „Fyrir nokkrum árum var framboðsskortur. Það vantaði íbúðir og verð hækkaði mjög mikið. Við erum komin út úr því tímabili. Byggingariðnaðurinn hefur brugðist við. Það eru íbúðir að koma inn á markaðinn núna. En þrátt fyrir það er áfram þörf á hakvæmum íbúðum fyrir tekjulága og eignarlitla í samfélaginu,“ segir Hermann. Þörf þessa hóps sé fyrst og fremst mætt með úrræðum sem urðu til í samkomulagi verkalýðshreyfingar og stjórnvalda í kringum gerð lífskjarasamninganna síðast liðið vor. Byggingarfélagið Bjarg á vegum ASÍ og fleiri, leigufélagið Bríet sem stjórnvöld stofnuðu fyrir uppbyggingu á landsbyggðinni og síðan Blær sem séí undirbúningi hjá VR horfi öll til tekjulægsta og eignaminnsta hópsins.Frá Húsnæðisþingi á Nordica fyrr í dag.ÍbúðalánasjóðurHermann segir að ríki og sveitarfélög hafi stóraukið samstarf sitt til að meta húsnæðisþörfina til framtíðar og fyrsta húsnæðisáætlunin sé að líta dagsins ljós þar sem tekið sé mið af raunverulegum þörfum. „Og ef okkur tekst það til framtíðar munum við draga úr sveiflum á húsnæðismarkaði og auka stöðugleika til hagsbóta fyrir heimilin í landinu og byggingariðnaðinn,“ segir Hermann. Það sé síðan til marks um að markaðurinn sé að komast í jafnvægi að verðmunur áíbúðum í miðborg og Vesturbæ Reykjavíkur og annarra hverfa sé að minnka. „Það er ekki þessi ofboðslegi þrýstingur á húsnæðisverð eins og við þekkjum síðustu árin. Þannig að markaðurinn er að leita jafnvægis. Þannig að verðí ytri hverfum höfuðborgarinnar er að hækka? Já í einhverjum skilningi en verðiðí miðborginni er líka að nálgast eitthvað jafnvægi,“ segir Hermann Jónasson.
Húsnæðismál Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira