Kirkjugarðar í vanda: Treystir sér ekki til að reka áfram bálstofu og líkhús í Fossvogi Hrund Þórsdóttir skrifar 2. desember 2019 07:00 Árið 2005 gerðu ríkið og kirkjugarðaráð samning um greiðslur sem áttu að standa straum af kostnaði við lögbundin verkefni kirkjugarða. Í kjölfar efnahagshrunsins lækkaði ríkið einingaverð í gjaldalíkani samningsins og skar þannig niður fjárframlög til kirkjugarðanna. Á árunum 2009 til 2018 vantaði um þrjá komma fjóra milljarða króna að nafnvirði upp á að framlög til kirkjugarða væru í samræmi við samninginn. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, segir gögn hafa verið lögð fyrir fjárlaganefnd, Alþingi og bæði fjármálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið, sem er fagráðuneyti kirkjugarða, í von um skilning á stöðunni og aukin fjárframlög en það hafi lítil áhrif haft. „Þeir telja að rúmlega 40% skerðing eigi að gilda hjá okkur þótt þetta hafi verið leiðrétt hjá mörgum öðrum stofnunum hjá ríkinu,“ segir Þórsteinn. Hann segir samningsstöðu kirkjugarðanna svo veika að ekki hefði haft þýðingu að segja upp samningnum. Þá hafi kirkjugarðaráð skoðað að höfða mál vegna samningsbrota en það hafi ekki þótt vænlegt til árangurs. „Bygging nýrrar bálstofu og nýs líkhúss er ekki lengur á færi Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis vegna stanslauss niðurskurðar í rúm tíu ár. Á því verkefni þurfa ríki og sveitarfélög að taka með KGRP og það á næstu árum. Margar viðvaranir hafa verið gefnar en ráðamenn, þ.e. ráðherrar og ríkisstjórnir, með fjármálaráðuneytið í fararbroddi, hafa jafnan daufheyrst við þeim viðvörunum,” segir Þórsteinn.Aðstandendur óánægðir með aðbúnað kirkjugarða Verulega hefur verið dregið úr viðhaldi mannvirkja, sem liggja víða undir skemmdum. Erfitt hefur reynst að greiða jarðverktökum eðlilega þóknun fyrir störf þeirra í þágu garðanna og sumarstarfsfólki Kirkjugarða Reykjavíkur hefur fækkað úr 160 í 60. Þá hefur ekki verið hægt að hrinda í framkvæmd áformum um byggingu líkhúss og athafnarýmis við Gufuneskirkjugarð.Hafið þið orðið vör við óánægju hjá aðstandendum við aðbúnað í kirkjugörðunum? „Já það hefur borið á því, við höfum fengið kvartanir.“ Þórsteinn segir að verði ekki brugðist við þurfi að skera enn frekar niður og þá liggi beint við að hætta þjónustu sem ekki sé hluti af lögbundnum verkefnum kirkjugarða, þar á meðal rekstri líkhúsa og athafnarýma vegna útfara. Fyrir tveimur árum var rekstrarvandinn orðinn svo alvarlegur að Þórsteinn hugðist leggja til að loka Fossvogskirkju, kapellu, bænhúsi og líkhúsi, en ákveðið var að reyna til þrautar. „En nú er svo komið að ég kynnti það á vetrarfundi núna fyrir hálfum mánuði að ég treysti mér ekki til að halda áfram að reka áfram þessar deildir, það er bálstofuna og líkhúsið. Það stefnir í algjört óefni.“Bálstofan í Fossvogi, sú eina á landinu, er 72 ára og verði líkbrennsluofnar ekki endurnýjaðir geta þeir bilað og jafnvel fallið saman.visir/SigurjónLíkbrennsluofnar gætu fallið saman Bálstofan í Fossvogi er sú eina á landinu. Hún er 72 ára gömul og verði brennsluofnar ekki endurnýjaðir geta þeir bilað og jafnvel fallið saman. Líkhúsið, sem þjónar í raun landinu öllu og tekur við um 90% landsmanna eftir andlát, er litlu yngra. Starfsemi bálstofu og líkhúss er nú rekin á undanþágum hjá Vinnueftirlitinu og Heilbrigðiseftirlitinu.Hvað myndi gerast ef þessum þjónustuþáttum í Fossvogi yrði lokað? „Það er ekki hægt að hugsa þá hugsun til enda því að þá væri ekki hægt að brenna hér á landi og yrði að flytja lík til útlanda,“ segir Þórsteinn. Meðal tillagna sem lagðar voru fyrir Sigríði Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, árið 2017, var að heimila kirkjugörðum með lagabreytingu að innheimta gjöld vegna reksturs líkhúsa og athafnarýma. Þórsteinn segir að gjaldið, sem tekið yrði af dánarbúum, yrði hóflegt, eða um 30 þúsund fyrir notkun líkhúsa og um 15 þúsund fyrir leigu á kirkju vegna útfarar. „Þannig að þetta yrðu ekki háar upphæðir í hlutfalli við kostnað við útfarir, en þessu hefur þó verið hafnað,“ segir Þórsteinn. Ekki náðist í dómsmálaráðherra við vinnslu fréttarinnar. Kirkjugarðar Reykjavík Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira
Árið 2005 gerðu ríkið og kirkjugarðaráð samning um greiðslur sem áttu að standa straum af kostnaði við lögbundin verkefni kirkjugarða. Í kjölfar efnahagshrunsins lækkaði ríkið einingaverð í gjaldalíkani samningsins og skar þannig niður fjárframlög til kirkjugarðanna. Á árunum 2009 til 2018 vantaði um þrjá komma fjóra milljarða króna að nafnvirði upp á að framlög til kirkjugarða væru í samræmi við samninginn. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, segir gögn hafa verið lögð fyrir fjárlaganefnd, Alþingi og bæði fjármálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið, sem er fagráðuneyti kirkjugarða, í von um skilning á stöðunni og aukin fjárframlög en það hafi lítil áhrif haft. „Þeir telja að rúmlega 40% skerðing eigi að gilda hjá okkur þótt þetta hafi verið leiðrétt hjá mörgum öðrum stofnunum hjá ríkinu,“ segir Þórsteinn. Hann segir samningsstöðu kirkjugarðanna svo veika að ekki hefði haft þýðingu að segja upp samningnum. Þá hafi kirkjugarðaráð skoðað að höfða mál vegna samningsbrota en það hafi ekki þótt vænlegt til árangurs. „Bygging nýrrar bálstofu og nýs líkhúss er ekki lengur á færi Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis vegna stanslauss niðurskurðar í rúm tíu ár. Á því verkefni þurfa ríki og sveitarfélög að taka með KGRP og það á næstu árum. Margar viðvaranir hafa verið gefnar en ráðamenn, þ.e. ráðherrar og ríkisstjórnir, með fjármálaráðuneytið í fararbroddi, hafa jafnan daufheyrst við þeim viðvörunum,” segir Þórsteinn.Aðstandendur óánægðir með aðbúnað kirkjugarða Verulega hefur verið dregið úr viðhaldi mannvirkja, sem liggja víða undir skemmdum. Erfitt hefur reynst að greiða jarðverktökum eðlilega þóknun fyrir störf þeirra í þágu garðanna og sumarstarfsfólki Kirkjugarða Reykjavíkur hefur fækkað úr 160 í 60. Þá hefur ekki verið hægt að hrinda í framkvæmd áformum um byggingu líkhúss og athafnarýmis við Gufuneskirkjugarð.Hafið þið orðið vör við óánægju hjá aðstandendum við aðbúnað í kirkjugörðunum? „Já það hefur borið á því, við höfum fengið kvartanir.“ Þórsteinn segir að verði ekki brugðist við þurfi að skera enn frekar niður og þá liggi beint við að hætta þjónustu sem ekki sé hluti af lögbundnum verkefnum kirkjugarða, þar á meðal rekstri líkhúsa og athafnarýma vegna útfara. Fyrir tveimur árum var rekstrarvandinn orðinn svo alvarlegur að Þórsteinn hugðist leggja til að loka Fossvogskirkju, kapellu, bænhúsi og líkhúsi, en ákveðið var að reyna til þrautar. „En nú er svo komið að ég kynnti það á vetrarfundi núna fyrir hálfum mánuði að ég treysti mér ekki til að halda áfram að reka áfram þessar deildir, það er bálstofuna og líkhúsið. Það stefnir í algjört óefni.“Bálstofan í Fossvogi, sú eina á landinu, er 72 ára og verði líkbrennsluofnar ekki endurnýjaðir geta þeir bilað og jafnvel fallið saman.visir/SigurjónLíkbrennsluofnar gætu fallið saman Bálstofan í Fossvogi er sú eina á landinu. Hún er 72 ára gömul og verði brennsluofnar ekki endurnýjaðir geta þeir bilað og jafnvel fallið saman. Líkhúsið, sem þjónar í raun landinu öllu og tekur við um 90% landsmanna eftir andlát, er litlu yngra. Starfsemi bálstofu og líkhúss er nú rekin á undanþágum hjá Vinnueftirlitinu og Heilbrigðiseftirlitinu.Hvað myndi gerast ef þessum þjónustuþáttum í Fossvogi yrði lokað? „Það er ekki hægt að hugsa þá hugsun til enda því að þá væri ekki hægt að brenna hér á landi og yrði að flytja lík til útlanda,“ segir Þórsteinn. Meðal tillagna sem lagðar voru fyrir Sigríði Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, árið 2017, var að heimila kirkjugörðum með lagabreytingu að innheimta gjöld vegna reksturs líkhúsa og athafnarýma. Þórsteinn segir að gjaldið, sem tekið yrði af dánarbúum, yrði hóflegt, eða um 30 þúsund fyrir notkun líkhúsa og um 15 þúsund fyrir leigu á kirkju vegna útfarar. „Þannig að þetta yrðu ekki háar upphæðir í hlutfalli við kostnað við útfarir, en þessu hefur þó verið hafnað,“ segir Þórsteinn. Ekki náðist í dómsmálaráðherra við vinnslu fréttarinnar.
Kirkjugarðar Reykjavík Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira