Lyfjaafgreiðsla komin í samt horf eftir langvarandi truflanir Eiður Þór Árnason skrifar 27. nóvember 2019 19:29 Ekki var hægt að afgreiða rafræna lyfseðla í apótekum á tímabili í dag. Fréttablaðið/Anton Brink Eðlileg virkni er nú komin á lyfjagátt, Heilsuveru og Heklu-heilbrigðisnet en alvarleg röskun varð á þessum kerfum um klukkan 13 í dag og lágu þau niðri fram á kvöld. Vegna bilunarinnar var ekki hægt að senda rafræna lyfseðla eða afgreiða lyf í apótekum. Einnig kom þetta í veg fyrir öll rafræn samskipti milli sjúklinga og þeirra aðila sem veita heilbrigðisþjónustu.Sjá einnig: Landsmenn geta ekki leyst út lyfin sínFram kemur í tilkynningu frá Embætti landlæknis að engar rafrænar upplýsingar hafi glatast á meðan kerfin lágu niðri. Við taki greining á orsök vandans í því skyni að fyrirbyggja að slíkt geti komið fyrir aftur. Biðst embættið um leið afsökunar á þeim óþægindum sem bilunin olli í dag.Heilsuvera lá lengi niðri í dag.heilsuvera.isUm var að ræða alvarlega röskun á virkni kerfanna og var meðal annars ekki hægt að afgreiða vottorð, beiðnir eða læknabréf á meðan þau lágu niðri í dag. Ekki var heldur aðgengi að sjúkraskrám á milli aðila. Fram kemur í tilkynningunni að þjónustuaðilarnir Advania og Origo hýsi og þjónusti kerfið sem sé í eigu landlæknisembættisins. Umrædd fyrirtæki muni nú kappkosta við að komast að rót vandans. Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Landsmenn geta ekki leyst út lyfin sín Lyfseðilsgátt heilsuveru og Hekla-heilbrigðisnet liggja nú niðri og hafa gert það síðan um klukkan 13 í dag. 27. nóvember 2019 17:27 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Líkamsárás við skemmtistað Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira
Eðlileg virkni er nú komin á lyfjagátt, Heilsuveru og Heklu-heilbrigðisnet en alvarleg röskun varð á þessum kerfum um klukkan 13 í dag og lágu þau niðri fram á kvöld. Vegna bilunarinnar var ekki hægt að senda rafræna lyfseðla eða afgreiða lyf í apótekum. Einnig kom þetta í veg fyrir öll rafræn samskipti milli sjúklinga og þeirra aðila sem veita heilbrigðisþjónustu.Sjá einnig: Landsmenn geta ekki leyst út lyfin sínFram kemur í tilkynningu frá Embætti landlæknis að engar rafrænar upplýsingar hafi glatast á meðan kerfin lágu niðri. Við taki greining á orsök vandans í því skyni að fyrirbyggja að slíkt geti komið fyrir aftur. Biðst embættið um leið afsökunar á þeim óþægindum sem bilunin olli í dag.Heilsuvera lá lengi niðri í dag.heilsuvera.isUm var að ræða alvarlega röskun á virkni kerfanna og var meðal annars ekki hægt að afgreiða vottorð, beiðnir eða læknabréf á meðan þau lágu niðri í dag. Ekki var heldur aðgengi að sjúkraskrám á milli aðila. Fram kemur í tilkynningunni að þjónustuaðilarnir Advania og Origo hýsi og þjónusti kerfið sem sé í eigu landlæknisembættisins. Umrædd fyrirtæki muni nú kappkosta við að komast að rót vandans.
Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Landsmenn geta ekki leyst út lyfin sín Lyfseðilsgátt heilsuveru og Hekla-heilbrigðisnet liggja nú niðri og hafa gert það síðan um klukkan 13 í dag. 27. nóvember 2019 17:27 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Líkamsárás við skemmtistað Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Sjá meira
Landsmenn geta ekki leyst út lyfin sín Lyfseðilsgátt heilsuveru og Hekla-heilbrigðisnet liggja nú niðri og hafa gert það síðan um klukkan 13 í dag. 27. nóvember 2019 17:27