Erfitt að breyta skattlagningu jarða að mati ráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2019 19:00 Þingflokksformaður Vinstri grænna vill kanna möguleika á að skattleggja jarðir og gæði þeirra í stað fasteigna til að sporna á móti því að auðmenn safni undir sig fjölda jarða þar sem ekki sé stundaður búskapur. Samgönguráðherra segir þetta kalla á miklar breytingar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna hóf sérstakar umræður um lóðagjöld á bújörðum og skattalega hvata til að halda jörðum í ábúð á Alþingi í dag. Kveikja umræðunnar var augljóslega uppsöfnun innlendra og erlendra auðmanna á jörðum á Íslandi. Í dag eru lagðir fasteignaskattar á húseignir á jörðum en jarðirnar sjálfar og gæði þeirra eru ekki skattlögð. „Fasteignamat tekur bæði til verðmætis þeirra bygginga sem á landinu hvíla ásamt lóðamati. Að mínu mati ætti gjaldstofninn að vera lóðamatið eða jarðarmatið eitt og sér. Það er vegna þess að það er landið sjálft sem er að skapa rentuna,“ sagði Bjarkey. Þetta ætti að gera án þess að auka álögur á bændur. Með breytingu sem þessari væri verið að skattleggja rentuna af landinu til dæmis af laxveiðum. „Jarðir sem keyptar voru fyrir hundruð milljóna eru metnar á nokkur hundruð þúsund í fasteignaskrá. Einn aðili á nú um eitt og hálft prósent af Íslandi. Ég tel að það sé mikilvægt að settar verði hömlur á jarðakaup en þá tel ég einnig að nauðsynlegt sé að það séu efnahagslegir hvatar gegn tilgangslausri jarðasöfnun eins og virðist vera að eiga sér stað til dæmis í mínu kjördæmi,“ sagði Bjarkey.Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri Grænna.Vísir/VilhelmSigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra benti á að nú þegar væri heimild í lögum til að leggja minna á bújarðir í matvælaframleiðslu en þær þar sem engin starfsemi ætti sér stað. En til að lóðagjöld tækju við af núverandi fyrirkomulagi þyrfti mikið átak í uppmælingu lands og þessi leið fæli í sér mikla stefnubreytingu. „Þetta er vissulega áhugaverð hugmynd en hún myndi koma miklu róti á fasteignamarkað og íbúar sveitarfélaganna yrðu bæði fyrir miklum gjaldahækkunum sem og gjaldalækkunum. Þar sem upplýsingar um afmarkanir lóða, stærð þeirra og hlutdeild eru almennt af skornum skammti verður að segja að forsendur þess að taka þetta kerfi upp í dag eru ekki fyrir hendi. En ég legg áherslu á að það þurfi og megi bæta núverandi fasteignaskrárkerfi og rökrétt að hugað verði betur að mati lands. Ekki síst í ljósi þess sem háttvirtur þingmaður kom hér inn á í þeim breytingum sem við höfum verið að sjá í kaupum og sölum og uppsöfnun á jörðum,“ sagði Sigurður Ingi. Alþingi Jarðakaup útlendinga Skattar og tollar Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Sjá meira
Þingflokksformaður Vinstri grænna vill kanna möguleika á að skattleggja jarðir og gæði þeirra í stað fasteigna til að sporna á móti því að auðmenn safni undir sig fjölda jarða þar sem ekki sé stundaður búskapur. Samgönguráðherra segir þetta kalla á miklar breytingar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna hóf sérstakar umræður um lóðagjöld á bújörðum og skattalega hvata til að halda jörðum í ábúð á Alþingi í dag. Kveikja umræðunnar var augljóslega uppsöfnun innlendra og erlendra auðmanna á jörðum á Íslandi. Í dag eru lagðir fasteignaskattar á húseignir á jörðum en jarðirnar sjálfar og gæði þeirra eru ekki skattlögð. „Fasteignamat tekur bæði til verðmætis þeirra bygginga sem á landinu hvíla ásamt lóðamati. Að mínu mati ætti gjaldstofninn að vera lóðamatið eða jarðarmatið eitt og sér. Það er vegna þess að það er landið sjálft sem er að skapa rentuna,“ sagði Bjarkey. Þetta ætti að gera án þess að auka álögur á bændur. Með breytingu sem þessari væri verið að skattleggja rentuna af landinu til dæmis af laxveiðum. „Jarðir sem keyptar voru fyrir hundruð milljóna eru metnar á nokkur hundruð þúsund í fasteignaskrá. Einn aðili á nú um eitt og hálft prósent af Íslandi. Ég tel að það sé mikilvægt að settar verði hömlur á jarðakaup en þá tel ég einnig að nauðsynlegt sé að það séu efnahagslegir hvatar gegn tilgangslausri jarðasöfnun eins og virðist vera að eiga sér stað til dæmis í mínu kjördæmi,“ sagði Bjarkey.Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri Grænna.Vísir/VilhelmSigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra benti á að nú þegar væri heimild í lögum til að leggja minna á bújarðir í matvælaframleiðslu en þær þar sem engin starfsemi ætti sér stað. En til að lóðagjöld tækju við af núverandi fyrirkomulagi þyrfti mikið átak í uppmælingu lands og þessi leið fæli í sér mikla stefnubreytingu. „Þetta er vissulega áhugaverð hugmynd en hún myndi koma miklu róti á fasteignamarkað og íbúar sveitarfélaganna yrðu bæði fyrir miklum gjaldahækkunum sem og gjaldalækkunum. Þar sem upplýsingar um afmarkanir lóða, stærð þeirra og hlutdeild eru almennt af skornum skammti verður að segja að forsendur þess að taka þetta kerfi upp í dag eru ekki fyrir hendi. En ég legg áherslu á að það þurfi og megi bæta núverandi fasteignaskrárkerfi og rökrétt að hugað verði betur að mati lands. Ekki síst í ljósi þess sem háttvirtur þingmaður kom hér inn á í þeim breytingum sem við höfum verið að sjá í kaupum og sölum og uppsöfnun á jörðum,“ sagði Sigurður Ingi.
Alþingi Jarðakaup útlendinga Skattar og tollar Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Sjá meira