Von á barni og skemmtistað Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 29. nóvember 2019 08:45 Herra Hnetusmjör í Eldhúspartýi FM957 á dögunum. vísir/daníel thor „Fyrst fékk ég hugmynd að viðlagi, jólalagi. Ég fór beint upp í stúdíó þar sem ég átti pantaðan tíma með Þormóði Eiríkssyni. Lagið er sem sagt framleitt af honum og Magnúsi Jóhanni Ragnarssyni. Ég sagði við hann að við værum að fara að gera jólalag. Þetta var of gott viðlag til að sleppa því. Þegar við vorum búnir að semja viðlagið og fyrsta erindið fórum við spjalla saman. Ég er náttúrlega alveg rosalega mikill aðdáandi Bó, ég fékk þannig tónlistarlegt uppeldi,“ segir rapparinn geðþekki Herra Hnetusmjör.Mikill aðdáandi Hann segist hafa verið vinur hans á Facebook og ákvað að taka af skarið og senda honum lagið. „Honum leist vel á þetta og var mjög til í að vera með í laginu. Við drifum þetta í gang. Svo hentar þetta ótrúlega vel líka út af því að ég er gestur á jólatónleikunum hans. Ég er alveg ógeðslega mikill aðdáandi hans,“ segir hann. Áður en hugmyndin að laginu spratt fram var Herra Hnetusmjör fenginn til að taka þátt í jólatónleikum Björgvins Halldórssonar. „Ég veit ekki alveg af hverju hann fékk mig. Við höfðum einu sinni hist áður, það var baksviðs á einhverri árshátíð. Hann þekkir afa minn og pabba minn. Þannig að hann vissi aðeins hver ég er. Ég held að hann hafi ekki vitað hve mikill aðdáandi ég er, ég hef sagt í viðtölum núna í eitt og hálft ár að ég sé búinn að gera lag með öllum sem mig langar að gera lag með, nema Björgvini Halldórssyni. Ég er búinn að gera lag með Hugin, Erpi og Frikka Dór, núna Bó og núna get ég lagt mækinn á hilluna,“ segir Herra Hnetusmjör hlæjandi.Barn og skemmtistaður Í febrúar á Herra Hnetusmjör von á sínu fyrsta barni, og því er hann á fullu í stúdíóinu til að eiga inni efni til að gefa út, svo kærastan og barnið geti átt hug hans allan í febrúar. „Ég er að vinna á fullu núna svo ég geti verið algjörlega heima með barninu, svo ég geti dælt út tónlist sem er þá búið að gera.“ Það er mikið í gangi hjá Herra Hnetusmjöri, það er ekki bara barn á leiðinni heldur líka skemmtistaður. „Það er ekki búið að opna, það myndi ekki fara fram hjá neinum. Staðurinn heitir 203 eftir póstnúmerinu á Vatnsenda.“En hverjir eru með honum í þessum nýja skemmtistað? „Það eru þöglir fjárfestar. Þetta er á tveimur hæðum, fyrir ofan Kebab-húsið. Ég mun vera duglegur að mæta þegar færi gefst en staðurinn er algjörlega eftir því sem ég sækist sjálfur í. Þetta verður eins og að koma inn í hausinn á mér. Allt mjög ýkt, gull og vesen,“ segir Árni.Leikherbergi á 203?Mætir hann þá með konuna og barnið í febrúar? „Jú, það verður leikherbergi,“ segir hann og hlær. Staðurinn verður opnaður á næstu vikum en Herra Hnetusmjör segir mikla áherslu lagða á að það sé gaman að koma fram þar. „Það er gott hljóðkerfi, ekki bara fyrir þá sem eru að dansa heldur líka fyrir þá sem eru að koma fram. Það eru mónitorar á sviðinu sem er ekki algengt. Ég vildi setja þetta þannig upp að það væri mjög auðvelt fyrir fólk að koma fram algjörlega fyrirvaralaust. Fólk getur farið upp á svið og tekið eitt lag, sem er algengt hjá fullum röppurum niðri í bæ,“ segir hann og hlær. Lagið Þegar þú blikkar kemur út í dag og hægt er að nálgast það á öllum helstu streymisveitum. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Sjá meira
„Fyrst fékk ég hugmynd að viðlagi, jólalagi. Ég fór beint upp í stúdíó þar sem ég átti pantaðan tíma með Þormóði Eiríkssyni. Lagið er sem sagt framleitt af honum og Magnúsi Jóhanni Ragnarssyni. Ég sagði við hann að við værum að fara að gera jólalag. Þetta var of gott viðlag til að sleppa því. Þegar við vorum búnir að semja viðlagið og fyrsta erindið fórum við spjalla saman. Ég er náttúrlega alveg rosalega mikill aðdáandi Bó, ég fékk þannig tónlistarlegt uppeldi,“ segir rapparinn geðþekki Herra Hnetusmjör.Mikill aðdáandi Hann segist hafa verið vinur hans á Facebook og ákvað að taka af skarið og senda honum lagið. „Honum leist vel á þetta og var mjög til í að vera með í laginu. Við drifum þetta í gang. Svo hentar þetta ótrúlega vel líka út af því að ég er gestur á jólatónleikunum hans. Ég er alveg ógeðslega mikill aðdáandi hans,“ segir hann. Áður en hugmyndin að laginu spratt fram var Herra Hnetusmjör fenginn til að taka þátt í jólatónleikum Björgvins Halldórssonar. „Ég veit ekki alveg af hverju hann fékk mig. Við höfðum einu sinni hist áður, það var baksviðs á einhverri árshátíð. Hann þekkir afa minn og pabba minn. Þannig að hann vissi aðeins hver ég er. Ég held að hann hafi ekki vitað hve mikill aðdáandi ég er, ég hef sagt í viðtölum núna í eitt og hálft ár að ég sé búinn að gera lag með öllum sem mig langar að gera lag með, nema Björgvini Halldórssyni. Ég er búinn að gera lag með Hugin, Erpi og Frikka Dór, núna Bó og núna get ég lagt mækinn á hilluna,“ segir Herra Hnetusmjör hlæjandi.Barn og skemmtistaður Í febrúar á Herra Hnetusmjör von á sínu fyrsta barni, og því er hann á fullu í stúdíóinu til að eiga inni efni til að gefa út, svo kærastan og barnið geti átt hug hans allan í febrúar. „Ég er að vinna á fullu núna svo ég geti verið algjörlega heima með barninu, svo ég geti dælt út tónlist sem er þá búið að gera.“ Það er mikið í gangi hjá Herra Hnetusmjöri, það er ekki bara barn á leiðinni heldur líka skemmtistaður. „Það er ekki búið að opna, það myndi ekki fara fram hjá neinum. Staðurinn heitir 203 eftir póstnúmerinu á Vatnsenda.“En hverjir eru með honum í þessum nýja skemmtistað? „Það eru þöglir fjárfestar. Þetta er á tveimur hæðum, fyrir ofan Kebab-húsið. Ég mun vera duglegur að mæta þegar færi gefst en staðurinn er algjörlega eftir því sem ég sækist sjálfur í. Þetta verður eins og að koma inn í hausinn á mér. Allt mjög ýkt, gull og vesen,“ segir Árni.Leikherbergi á 203?Mætir hann þá með konuna og barnið í febrúar? „Jú, það verður leikherbergi,“ segir hann og hlær. Staðurinn verður opnaður á næstu vikum en Herra Hnetusmjör segir mikla áherslu lagða á að það sé gaman að koma fram þar. „Það er gott hljóðkerfi, ekki bara fyrir þá sem eru að dansa heldur líka fyrir þá sem eru að koma fram. Það eru mónitorar á sviðinu sem er ekki algengt. Ég vildi setja þetta þannig upp að það væri mjög auðvelt fyrir fólk að koma fram algjörlega fyrirvaralaust. Fólk getur farið upp á svið og tekið eitt lag, sem er algengt hjá fullum röppurum niðri í bæ,“ segir hann og hlær. Lagið Þegar þú blikkar kemur út í dag og hægt er að nálgast það á öllum helstu streymisveitum.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Sjá meira