Maggi meistari látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2019 22:15 Magnús Ingi Magnússon, betur þekktur sem Texas-Maggi eða Maggi meistari, vakti mikla athygli fyrir hressleika sinn og góða nærveru hvort sem var í eldhúsinu eða sjónvarpsskjánum. visir/vilhelm Magnús Ingi Magnússon, kokkur og fjölmiðlamaður, er látinn 59 ára gamall. Magnús Ingi, sem var í seinni tíð betur þekktur sem Maggi meistari eða Texas-Maggi, hefur verið afar áberandi í veitinga- og fjölmiðlabransanum undanfarin ár og bauð jafnframt fram krafta sína til embættis forseta Íslands árið 2016. „Ég býð öllum sem skrifa undir Texas-ostborgara með frönskum fyrir viðvikið,“ sagði Maggi þegar hann tilkynnti um framboð sitt en hann rak um árabil veitingastaðinn Texasborgara úti á Granda. Magnús Ingi, sem kallaður var Maggi af öllum, er fæddur árið 1960 og hlaut að eigin sögn heilbrigt og gott uppeldi á venjulegu heimili. Sautján fór hann í Hótel- og veitingaskólann að læra til matreiðslumanns en vann á millilandaskipum áður en hann fór að læra kokkinn á Hótel Sögu. Eftir það vann hann á veitingahúsum í Reykjavík, sem skólabryti og kennari að Laugum í Þingeyjarsýslu og kokkur á sumrin þar. Þaðan hélt Maggi til Þrándheims í Noregi og vann á Royal Garden-hótelinu. Hann stofnaði eigin veitingarekstur árið 1988 og rak veitingahúsið Árberg í Ármúla, veitingahúsið Munaðarnes í Borgarfirði, Hótel Eldborg á Snæfellsnesi og mötuneyti hjá ríkisstofnunum. Þá starfaði hann á skemmtiferðaskipinu Black Watch og rak veitingahúsið Sjanghæ við Laugaveg. Síðustu árin rak Maggi svo Sjávarbarinn og Texasborgara úti á Granda og veisluþjónustuna Mína menn samhliða því. Í sumar opnaði Magnús Ingi svo veitingastaðinn Matbarinn við Laugaveg 178 þar sem hann bauð upp á mömmumat. „Það sem þú borðar heima hjá þér og mamma eldar.“ sagði Maggi í viðtali við Vísi í sumar. „Bara heimilislegir réttir. Rjómagúllas. Þessir réttir eru, skal ég segja þér, byggðir á bók sem ég gaf út um árið sem heitir Eldhúsið okkar, íslenskur hátíðarmaður og íslenskar hversdagskræsingar. Seldi ókjör af þessum bókum.“ Auk bókaútgáfu kom Maggi víða við í fjölmiðlum. Hann hélt úti þáttunum Eldhús meistaranna á sjónvarpsstöðinni ÍNN, þar sem mottóið var afþreying, skemmtun og fróðleikur. Þar tók hann menn tengda mat alls staðar að af landinu tali en þættirnir urðu um fjögur hundruð áður en yfir lauk. Maggi kvæntist Analisu Montecello frá Filippseyjum árið 2006. Andlát Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Magnús Ingi Magnússon, kokkur og fjölmiðlamaður, er látinn 59 ára gamall. Magnús Ingi, sem var í seinni tíð betur þekktur sem Maggi meistari eða Texas-Maggi, hefur verið afar áberandi í veitinga- og fjölmiðlabransanum undanfarin ár og bauð jafnframt fram krafta sína til embættis forseta Íslands árið 2016. „Ég býð öllum sem skrifa undir Texas-ostborgara með frönskum fyrir viðvikið,“ sagði Maggi þegar hann tilkynnti um framboð sitt en hann rak um árabil veitingastaðinn Texasborgara úti á Granda. Magnús Ingi, sem kallaður var Maggi af öllum, er fæddur árið 1960 og hlaut að eigin sögn heilbrigt og gott uppeldi á venjulegu heimili. Sautján fór hann í Hótel- og veitingaskólann að læra til matreiðslumanns en vann á millilandaskipum áður en hann fór að læra kokkinn á Hótel Sögu. Eftir það vann hann á veitingahúsum í Reykjavík, sem skólabryti og kennari að Laugum í Þingeyjarsýslu og kokkur á sumrin þar. Þaðan hélt Maggi til Þrándheims í Noregi og vann á Royal Garden-hótelinu. Hann stofnaði eigin veitingarekstur árið 1988 og rak veitingahúsið Árberg í Ármúla, veitingahúsið Munaðarnes í Borgarfirði, Hótel Eldborg á Snæfellsnesi og mötuneyti hjá ríkisstofnunum. Þá starfaði hann á skemmtiferðaskipinu Black Watch og rak veitingahúsið Sjanghæ við Laugaveg. Síðustu árin rak Maggi svo Sjávarbarinn og Texasborgara úti á Granda og veisluþjónustuna Mína menn samhliða því. Í sumar opnaði Magnús Ingi svo veitingastaðinn Matbarinn við Laugaveg 178 þar sem hann bauð upp á mömmumat. „Það sem þú borðar heima hjá þér og mamma eldar.“ sagði Maggi í viðtali við Vísi í sumar. „Bara heimilislegir réttir. Rjómagúllas. Þessir réttir eru, skal ég segja þér, byggðir á bók sem ég gaf út um árið sem heitir Eldhúsið okkar, íslenskur hátíðarmaður og íslenskar hversdagskræsingar. Seldi ókjör af þessum bókum.“ Auk bókaútgáfu kom Maggi víða við í fjölmiðlum. Hann hélt úti þáttunum Eldhús meistaranna á sjónvarpsstöðinni ÍNN, þar sem mottóið var afþreying, skemmtun og fróðleikur. Þar tók hann menn tengda mat alls staðar að af landinu tali en þættirnir urðu um fjögur hundruð áður en yfir lauk. Maggi kvæntist Analisu Montecello frá Filippseyjum árið 2006.
Andlát Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels