Mikil þörf reyndist fyrir sárafátæktarsjóð Heimir Már Pétursson skrifar 29. nóvember 2019 23:09 Rauði krossinn segir þörf vera á aukinni þjónustu við þá sem notast við ávana- og fíkniefni. Vísir/Andri Marinó Hátt í fimm hundruð manns hafa fengið úthlutað úr sárafátæktarsjóði Rauða krossins frá því hann hóf að úthluta styrkjum fyrir níu mánuðum. Sjóðurinn var settur á laggirnar til að styðja við um sex þúsund manna hóp landsmanna sem býr við mestu fátæktina. Rauði krossinn hóf að úthluta sárafátæktarsjóði í mars á þessu ári en honum var komið á laggirnar með 100 milljón króna stofnframlagi af sjálfsaflafé hreyfingarinnar. Brynhildur Bolladóttir upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir að fram að stofnun sjóðsins hafi hreyfingin aðeins stutt við fólk sem búi við mikla fátækt og neyð með fjárstuðningi í kringum jólin. Hins vegar sé ljóst að þörfin er fyrir hendi allt árið í kring enda glími allt að sex þúsund manns við sára fátækt á hverjum tíma á Íslandi samkvæmt skýrslu Hagstofunnar. Styrkþegar í þessum hópi eigi ekkert eitt sameiginlegt. „Stundum barnmargar fjölskyldur. En í rauninni er ekkert eitt sem þetta fólk á sameiginlegt. Þau eru af ólíkum uppruna og koma víðs vegar að af landinu.“Er þetta fólk sem jafnvel er á vinnumarkaði eða er þetta fólk sem er í bótakerfinu?„Langflestir sem hafa fengið úthlutað eru að einhverju leyti á styrk frá sveitarfélögum,“ segir Brynhildur. Þá oftast fólk sem einhverra hluta vegna fá ekki fullan styrk frá sveitarfélögunum. Úthlutun hófst í mars á þessu ári og hafa um 451 einstaklingur nú þegar fengið úthlutun, eða 215 af 249 umsóknum. Skilyrðin sem þarf að uppfylla til að fá úthlutað úr sjóðnum eru m.a. að vera með undir 200.000 krónum fyrir skatt í tekjur á mánuði fyrir einstaklinga og undir 300.000 krónum fyrir skatt samtals fyrir sambúðarfólk/hjón. Bætur líkt og húsaleigubætur, barnabætur og meðlag eru ekki teknar með inn í þá tölu. Einstaklingar geta fengið allt að 40 þúsund krónur og hjón eða sambúðarfólk 50 þúsund krónum tvisvar á ári.Þannig að þetta er það fólk sem virkilega býr við kröppustu kjörin í samfélaginu?„Já, það má segja það. Þegar við fórum af stað vonuðum við að enginn myndi fá úthlutað, að enginn myndi uppfylla skilyrðin. En það hefur komið í ljós að það er þörf þarna,“ segir Brynhildur Bolladóttir. En auk þessarar aðstoðar úthlutar Rauði krossinn eins og áður styrkjum til efnalítils fólks fyrir jólin. Félagsmál Hjálparstarf Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Hátt í fimm hundruð manns hafa fengið úthlutað úr sárafátæktarsjóði Rauða krossins frá því hann hóf að úthluta styrkjum fyrir níu mánuðum. Sjóðurinn var settur á laggirnar til að styðja við um sex þúsund manna hóp landsmanna sem býr við mestu fátæktina. Rauði krossinn hóf að úthluta sárafátæktarsjóði í mars á þessu ári en honum var komið á laggirnar með 100 milljón króna stofnframlagi af sjálfsaflafé hreyfingarinnar. Brynhildur Bolladóttir upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir að fram að stofnun sjóðsins hafi hreyfingin aðeins stutt við fólk sem búi við mikla fátækt og neyð með fjárstuðningi í kringum jólin. Hins vegar sé ljóst að þörfin er fyrir hendi allt árið í kring enda glími allt að sex þúsund manns við sára fátækt á hverjum tíma á Íslandi samkvæmt skýrslu Hagstofunnar. Styrkþegar í þessum hópi eigi ekkert eitt sameiginlegt. „Stundum barnmargar fjölskyldur. En í rauninni er ekkert eitt sem þetta fólk á sameiginlegt. Þau eru af ólíkum uppruna og koma víðs vegar að af landinu.“Er þetta fólk sem jafnvel er á vinnumarkaði eða er þetta fólk sem er í bótakerfinu?„Langflestir sem hafa fengið úthlutað eru að einhverju leyti á styrk frá sveitarfélögum,“ segir Brynhildur. Þá oftast fólk sem einhverra hluta vegna fá ekki fullan styrk frá sveitarfélögunum. Úthlutun hófst í mars á þessu ári og hafa um 451 einstaklingur nú þegar fengið úthlutun, eða 215 af 249 umsóknum. Skilyrðin sem þarf að uppfylla til að fá úthlutað úr sjóðnum eru m.a. að vera með undir 200.000 krónum fyrir skatt í tekjur á mánuði fyrir einstaklinga og undir 300.000 krónum fyrir skatt samtals fyrir sambúðarfólk/hjón. Bætur líkt og húsaleigubætur, barnabætur og meðlag eru ekki teknar með inn í þá tölu. Einstaklingar geta fengið allt að 40 þúsund krónur og hjón eða sambúðarfólk 50 þúsund krónum tvisvar á ári.Þannig að þetta er það fólk sem virkilega býr við kröppustu kjörin í samfélaginu?„Já, það má segja það. Þegar við fórum af stað vonuðum við að enginn myndi fá úthlutað, að enginn myndi uppfylla skilyrðin. En það hefur komið í ljós að það er þörf þarna,“ segir Brynhildur Bolladóttir. En auk þessarar aðstoðar úthlutar Rauði krossinn eins og áður styrkjum til efnalítils fólks fyrir jólin.
Félagsmál Hjálparstarf Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira