Lífið

Fólkið á Airwa­ves: Mikil við­brigði að upp­lifa vetur á Ís­landi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Beatrice Dossah segir skemmtilegt að fá að kynnast íslenskri tónlist á Airwaves.
Beatrice Dossah segir skemmtilegt að fá að kynnast íslenskri tónlist á Airwaves. vísir/hallgerður

Beatrice Dossah, mastersnemi í umhverfis- og auðindafræði við Háskóla Íslands situr ein á gólfi Listasafns Reykjavíkur og bíður eftir vini sínum sem var að ljúka við að spila á tónleikum fyrir stuttu þegar blaðamann ber að garði.

Beatrice er frá Gana í Vestur-Afríku en hún segir það magnað að fá að upplifa íslenska tónlistarsenu á Airwaves, enda þekki hún ekki marga listamenn sem komi þar fram.

„Mér finnst þetta alveg magnað, sérstaklega hjá tónlistarmanninum sem ég sá áðan, sem kallar sig Auði, hann var í mjög miklum samskiptum við áhorfendur. Hann var mjög flottur, hoppaði inn í áhorfendaskarann, það var mjög skemmtileg,“ segir hún.

„Ég ætla að sjá fleiri tónlistaratriði í kvöld. Ég þekki fæsta tónlistarmennina svo að það verður gott að hlusta á íslenska tónlistarmenn og sjá hvað það er fjölbreytt tónlist hérna.“

Þetta er fyrsta skiptið sem hún kemur á Airwaves „Ég hef aldrei upplifað þetta áður.“

„Vinur minn er trommari, hann er alltaf að gefa mér miða á tónleika svo að ég er mjög heppin,“ segir Beatrice. „Hann spilaði með Auði, hann var að tromma fyrir hann.“

Hún segir það mikil viðbrigði að búa á Íslandi enda sé umhverfið hér allt öðruvísi en í heimalandinu.

„Náttúra Íslands er gullfalleg, norðurljósin og fjöllin gera landið svo dularfullt. Náttúran er allt öðruvísi en í Gana, það er mjög kalt hérna,“ segir hún og hlær.

„Kuldinn er mjög erfiður fyrir mig, leyndarmálið er að klæðast mörgum lögum eins og ég er í núna,“ segir hún og sýnir blaðamanni ullarbolinn sem hún er í innan undir peysunni. „Eftir að ég klára námið fer ég aftur heim, þetta er bara tveggja ára nám en svo fer ég aftur heim.“


Tengdar fréttir

Fólkið á Airwa­ves: Feðgin á flakki

Feðginin Haraldur Ægir Guðmundsson og Halldóra Björg sátu í sófa í forsalnum í Gamla bíói djúpt sokkin í samræður þegar blaðamann bar að garði. Þau eru saman á hátíðinni en þetta er fyrsta skiptið sem Halldóra fer á Airwaves.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.