Fótbolti

„Er leiður eins og dóttir mín þegar ég tek dótið af henni“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rakitic hefur fjórum sinnum orðið spænskur meistari með Barcelona.
Rakitic hefur fjórum sinnum orðið spænskur meistari með Barcelona. vísir/getty

Króatíski miðjumaðurinn Ivan Rakitic er ósáttur við hversu fá tækifæri hann hefur fengið hjá Barcelona í upphafi tímabils.

Rakitic hefur aðeins einu sinni verið í byrjunarliði Barcelona á tímabilinu.

„Hvernig nýt ég mín? Með því að spila fótbolta,“ sagði Rakitic.

„Eins og ég segi stundum, ég er leiður eins og dóttir mín þegar ég tek dótið af henni. Barcelona hefur tekið boltann af mér og ég er leiður yfir því.“

Rakitic gæti verið á förum frá Barcelona eftir fimm ár hjá félaginu.

„Ég skil og virði ákvarðanir þjálfarans en mér finnst ég hafa skilað mínu. Ég vil halda áfram að hafa gaman. Það er það mikilvægasta og gerist aðeins ef ég fæ að spila,“ sagði hinn 31 árs Rakitic.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.