Dreifir indverskum guðum um landið Björk Eiðsdóttir skrifar 14. nóvember 2019 08:30 Sigrún Úlfarsdóttir var aðeins 11 ára gömul þegar hún heillaðist af indverskri menningu. Fréttablaðið/Stefán Skartgripahönnuðurinn Sigrún Úlfarsdóttir opnar sýninguna Verndarvættir Íslands nú á laugardaginn en þar tengir hún með myndverkum íslenska náttúru við Ayurveda-heimspeki.Verndarvættir Íslands komu til þannig að ég var að hugsa um skartgripalínu sem er innblásin af indverskri Ayurveda-heimspeki. Ég hef alltaf verið mjög hrifin af öllu indversku, ekki síst litunum og matnum. Þegar ég var 11 ára bjó ég ásamt fjölskyldu minni um hríð á Englandi þar sem pabbi bætti við þekkingu sína í tannlækningum. Ég varð þá hugfangin af öllum indversku konunum þar, sem voru líklega eiginkonur indverskra nemenda við háskólann, nýkomnar frá Indlandi og allar uppáklæddar í sari. Mér fannst þetta fallegustu föt sem ég hafði nokkurn tímann séð,“ segir Sigrún um áhuga sinn á indverskri menningu.Starfaði fyrir stór tískufyrirtæki Sigrún lærði myndlist í MHÍ og í framhaldi fatahönnun í París þar sem hún eftir útskrift starfaði fyrir stór tískufyrirtæki, meðal annars Karl Lagerfeld, Hervé Léger, Balmain og Swarovski. Hún hefur síðan unnið við fata-, leður- og skartgripahönnun, bæði fyrir þessi fyrirtæki og fyrir eigið fyrirtæki, Divine Love. Myndverkin sem verða til sýnis í Hannesarholti í tvær vikur frá og með laugardeginum eru sprottin upp úr vinnu þar sem Sigrún stúderaði indverska heimspeki og orkustöðvar Ayurveda-fræðanna í tengslum við hönnun skartgripa.Yfirnáttúruleg myndefni „Hugmyndin var að gera myndverk í kringum viðfangsefnið, þar sem skartgripalínan virkaði eins og eitt atriði í risastóru myndrænu konsepti, þar sem myndlist og hönnun kölluðust á eins og tveir andstæðir pólar.“ Samtímis vildi Sigrún tengja Ísland við þessa skartgripi og mátaði hugmyndina með því að setja hana beint út í náttúruna. Sigrún viðurkennir að samruni íslensks landslags og indverskrar goðafræði gæti virkað nokkuð óvænt við fyrstu sýn. „Þessi tvö myndefni eru ósamstæð en eiga samt það sameiginlegt að vera svolítið yfir-náttúruleg.“Indverska gyðjan Durga gnæfir hér yfir Arnarfirðinum. Fréttablaðið/AðsendNáttúruvættir Íslands efast Verkin vinnur Sigrún í samstarfi við systur sínar tvær, Þórdísi, sem tók allar landslagsmyndirnar, og Bergþóru, sem aðstoðaði við Photoshop-vinnuna. Sigrún segist hafa fengið mikinn áhuga á að vinna með kristalla í starfi sínu fyrir kristallaframleiðandann Swarovski og eru myndverkin skreytt kristöllum sem hún segir passa íslenskri náttúru vel. „Íslensk náttúra er tær eins og kristall og af henni stafar sérstök birta.“Nokkrar myndir sýningarinnar eru teknar á Vestfjörðum og kastar Sigrún fram þeirri spurningu hvort náttúrvættir Íslands hljóti ekki að hafa efasemdir um virkjanir og náttúrurask sem eigi sér stað hér á landi. „Ég er alls ekki á móti virkjunum enda raforka mjög vistvæn miðað við til dæmis kjarnorku og olíu. En á sama tíma er ég eins og margir áhyggjufull yfir framganginum. Það er eins og fólk sé ekki meðvitað um hversu mikill fjársjóður íslensk náttúra er. Eða lítur jafnvel á hana sem öðruvísi fjársjóð,“ segir Sigrún hugsi. Kristallar tærleika náttúrunnar „Um er að ræða svokölluð „collage-verk“ en myndirnar eru unnar í Photoshop þar sem indverskir guðir eru settir ofan á landslagsmyndir systur minnar. Í línunni eru nokkur stærri verk, unnin á sama hátt, en eru eins og málverk, sett á striga og í blindramma. Þau eru alsett kristöllum, af því að í rauninni eru þessi verk sambland af hönnun og list. Ég er vön að vinna með kristalla og mér fannst ágætt að hafa þá með eins og í skartgripunum. Svo fannst mér kristallarnir koma vel út í myndum af náttúru Íslands; þeir hafa einhvern tærleika sem passar henni vel.“ Eins og fyrr segir hannar Sigrún skartgripi undir merkinu Divine Love og segir stefnuna að fara út í víðtækari hönnun, nú sé fatalína í undirbúningi sem væntanleg sé í febrúar á næsta ári. Sigrún segir fatalínuna einkar þjóðlega en undanfarin ár hefur hún búið í París en varið töluverðum tíma hér á landi og því sé hún innblásin af báðum stöðum í verkum sínum. Sýningin Verndarvættir Íslands verður opnuð á laugardag, í Hannesarholti og stendur til 27. nóvember. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tíska og hönnun Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Skartgripahönnuðurinn Sigrún Úlfarsdóttir opnar sýninguna Verndarvættir Íslands nú á laugardaginn en þar tengir hún með myndverkum íslenska náttúru við Ayurveda-heimspeki.Verndarvættir Íslands komu til þannig að ég var að hugsa um skartgripalínu sem er innblásin af indverskri Ayurveda-heimspeki. Ég hef alltaf verið mjög hrifin af öllu indversku, ekki síst litunum og matnum. Þegar ég var 11 ára bjó ég ásamt fjölskyldu minni um hríð á Englandi þar sem pabbi bætti við þekkingu sína í tannlækningum. Ég varð þá hugfangin af öllum indversku konunum þar, sem voru líklega eiginkonur indverskra nemenda við háskólann, nýkomnar frá Indlandi og allar uppáklæddar í sari. Mér fannst þetta fallegustu föt sem ég hafði nokkurn tímann séð,“ segir Sigrún um áhuga sinn á indverskri menningu.Starfaði fyrir stór tískufyrirtæki Sigrún lærði myndlist í MHÍ og í framhaldi fatahönnun í París þar sem hún eftir útskrift starfaði fyrir stór tískufyrirtæki, meðal annars Karl Lagerfeld, Hervé Léger, Balmain og Swarovski. Hún hefur síðan unnið við fata-, leður- og skartgripahönnun, bæði fyrir þessi fyrirtæki og fyrir eigið fyrirtæki, Divine Love. Myndverkin sem verða til sýnis í Hannesarholti í tvær vikur frá og með laugardeginum eru sprottin upp úr vinnu þar sem Sigrún stúderaði indverska heimspeki og orkustöðvar Ayurveda-fræðanna í tengslum við hönnun skartgripa.Yfirnáttúruleg myndefni „Hugmyndin var að gera myndverk í kringum viðfangsefnið, þar sem skartgripalínan virkaði eins og eitt atriði í risastóru myndrænu konsepti, þar sem myndlist og hönnun kölluðust á eins og tveir andstæðir pólar.“ Samtímis vildi Sigrún tengja Ísland við þessa skartgripi og mátaði hugmyndina með því að setja hana beint út í náttúruna. Sigrún viðurkennir að samruni íslensks landslags og indverskrar goðafræði gæti virkað nokkuð óvænt við fyrstu sýn. „Þessi tvö myndefni eru ósamstæð en eiga samt það sameiginlegt að vera svolítið yfir-náttúruleg.“Indverska gyðjan Durga gnæfir hér yfir Arnarfirðinum. Fréttablaðið/AðsendNáttúruvættir Íslands efast Verkin vinnur Sigrún í samstarfi við systur sínar tvær, Þórdísi, sem tók allar landslagsmyndirnar, og Bergþóru, sem aðstoðaði við Photoshop-vinnuna. Sigrún segist hafa fengið mikinn áhuga á að vinna með kristalla í starfi sínu fyrir kristallaframleiðandann Swarovski og eru myndverkin skreytt kristöllum sem hún segir passa íslenskri náttúru vel. „Íslensk náttúra er tær eins og kristall og af henni stafar sérstök birta.“Nokkrar myndir sýningarinnar eru teknar á Vestfjörðum og kastar Sigrún fram þeirri spurningu hvort náttúrvættir Íslands hljóti ekki að hafa efasemdir um virkjanir og náttúrurask sem eigi sér stað hér á landi. „Ég er alls ekki á móti virkjunum enda raforka mjög vistvæn miðað við til dæmis kjarnorku og olíu. En á sama tíma er ég eins og margir áhyggjufull yfir framganginum. Það er eins og fólk sé ekki meðvitað um hversu mikill fjársjóður íslensk náttúra er. Eða lítur jafnvel á hana sem öðruvísi fjársjóð,“ segir Sigrún hugsi. Kristallar tærleika náttúrunnar „Um er að ræða svokölluð „collage-verk“ en myndirnar eru unnar í Photoshop þar sem indverskir guðir eru settir ofan á landslagsmyndir systur minnar. Í línunni eru nokkur stærri verk, unnin á sama hátt, en eru eins og málverk, sett á striga og í blindramma. Þau eru alsett kristöllum, af því að í rauninni eru þessi verk sambland af hönnun og list. Ég er vön að vinna með kristalla og mér fannst ágætt að hafa þá með eins og í skartgripunum. Svo fannst mér kristallarnir koma vel út í myndum af náttúru Íslands; þeir hafa einhvern tærleika sem passar henni vel.“ Eins og fyrr segir hannar Sigrún skartgripi undir merkinu Divine Love og segir stefnuna að fara út í víðtækari hönnun, nú sé fatalína í undirbúningi sem væntanleg sé í febrúar á næsta ári. Sigrún segir fatalínuna einkar þjóðlega en undanfarin ár hefur hún búið í París en varið töluverðum tíma hér á landi og því sé hún innblásin af báðum stöðum í verkum sínum. Sýningin Verndarvættir Íslands verður opnuð á laugardag, í Hannesarholti og stendur til 27. nóvember.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tíska og hönnun Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira