Staðfesti dóm vegna grófrar líkamsárásar og frelsissviptingar Eiður Þór Árnason skrifar 15. nóvember 2019 22:05 Leiðin upp í Fálkafell ofan Akureyrar er fáfarin og grýtt jeppaslóð. Fréttablaðið/Sveinn Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Norðurlands Eystra yfir Akureyringi á fertugsaldri sem er gert að hafa ráðist fólskulega á mann og svipt hann frelsi við handrukkun. Í ágúst á síðasta ári var maðurinn dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist á manninn þar sem hann var í heitum potti við heimili, dregið hann upp úr, snúið hann niður og slegið ítrekað. Brotin áttu sér stað í apríl árið 2016.Flutti brotaþolann á bílpalli Hinn ákærði áfrýjaði dómnum og gekkst ekki við öllum ákæruliðum fyrir Landsrétti. Fram kemur í dómi Landsréttar að það þótti sannað, meðal annars með framburði vitna, að maðurinn hafi beitt brotaþola barsmíðum og valdið honum áverkum eins og þeim sem var lýst í fyrri ákærulið.Sjá einnig:Stunginn og skilinn eftir rænulaus uppi á fjalliEinnig taldi dómurinn sannað með framburði vitna og gögnum um staðfestingar símtækja að hinn ákærði hefði síðar sama dag frelsissvift brotaþola og beitt frekara ofbeldi eins og því var lýst í seinni ákærulið. Var honum þá gert að hafa komið brotaþola fyrir á bílpalli og keyrt hann í átt að Fálkafelli þar sem hinn ákærði á að hafa beitt hann frekara ofbeldi í félagi við annan mann og síðan skilið brotaþolann eftir rænulausan. Landsréttur staðfesti þannig niðurstöðu héraðsdóms um ákvörðun refsingar hins ákærða, greiðslu miskabóta til brotaþola og sakarkostnað. Þá er honum einnig gert að greiða brotaþola málskostnað vegna áfrýjunarinnar og annan áfrýjunarkostnað.Skilinn eftir blóðlítill og rænulaus Í viðtali við Fréttablaðið stuttu eftir árásina lýsti þolandinn brotum mannsins með átakanlegum hætti. „Ég var bara í heitum potti á sólpalli á Akureyri þegar ég er laminn í hnakkann og svo er ég stunginn í tvígang og höndin á mér brotin.“ Maðurinn sagði að ráðist hafi verið á sig með barefli og eggvopni og hann fluttur meðvitundarlaus upp á Glerárdal ofan við Akureyri. Þar fannst hann með mikla áverka og búinn að missa á annan lítra af blóði. Var hann fluttur rænulítill á sjúkrahús. Akureyri Dómsmál Tengdar fréttir Stunginn og skilinn eftir rænulaus uppi á fjalli Maður á fertugsaldri fannst í Glerárdal eftir að hafa verið fluttur þangað nauðugur, með mikla áverka og búinn að missa á annan lítra af blóði. 26. apríl 2016 05:00 Dæmdur fyrir handrukkun Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í vikunni þrítugan Akureyring í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist fólskulega á mann og svipt frelsi í handrukkun sem fór fram í apríl árið 2016. 24. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Norðurlands Eystra yfir Akureyringi á fertugsaldri sem er gert að hafa ráðist fólskulega á mann og svipt hann frelsi við handrukkun. Í ágúst á síðasta ári var maðurinn dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist á manninn þar sem hann var í heitum potti við heimili, dregið hann upp úr, snúið hann niður og slegið ítrekað. Brotin áttu sér stað í apríl árið 2016.Flutti brotaþolann á bílpalli Hinn ákærði áfrýjaði dómnum og gekkst ekki við öllum ákæruliðum fyrir Landsrétti. Fram kemur í dómi Landsréttar að það þótti sannað, meðal annars með framburði vitna, að maðurinn hafi beitt brotaþola barsmíðum og valdið honum áverkum eins og þeim sem var lýst í fyrri ákærulið.Sjá einnig:Stunginn og skilinn eftir rænulaus uppi á fjalliEinnig taldi dómurinn sannað með framburði vitna og gögnum um staðfestingar símtækja að hinn ákærði hefði síðar sama dag frelsissvift brotaþola og beitt frekara ofbeldi eins og því var lýst í seinni ákærulið. Var honum þá gert að hafa komið brotaþola fyrir á bílpalli og keyrt hann í átt að Fálkafelli þar sem hinn ákærði á að hafa beitt hann frekara ofbeldi í félagi við annan mann og síðan skilið brotaþolann eftir rænulausan. Landsréttur staðfesti þannig niðurstöðu héraðsdóms um ákvörðun refsingar hins ákærða, greiðslu miskabóta til brotaþola og sakarkostnað. Þá er honum einnig gert að greiða brotaþola málskostnað vegna áfrýjunarinnar og annan áfrýjunarkostnað.Skilinn eftir blóðlítill og rænulaus Í viðtali við Fréttablaðið stuttu eftir árásina lýsti þolandinn brotum mannsins með átakanlegum hætti. „Ég var bara í heitum potti á sólpalli á Akureyri þegar ég er laminn í hnakkann og svo er ég stunginn í tvígang og höndin á mér brotin.“ Maðurinn sagði að ráðist hafi verið á sig með barefli og eggvopni og hann fluttur meðvitundarlaus upp á Glerárdal ofan við Akureyri. Þar fannst hann með mikla áverka og búinn að missa á annan lítra af blóði. Var hann fluttur rænulítill á sjúkrahús.
Akureyri Dómsmál Tengdar fréttir Stunginn og skilinn eftir rænulaus uppi á fjalli Maður á fertugsaldri fannst í Glerárdal eftir að hafa verið fluttur þangað nauðugur, með mikla áverka og búinn að missa á annan lítra af blóði. 26. apríl 2016 05:00 Dæmdur fyrir handrukkun Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í vikunni þrítugan Akureyring í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist fólskulega á mann og svipt frelsi í handrukkun sem fór fram í apríl árið 2016. 24. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Sjá meira
Stunginn og skilinn eftir rænulaus uppi á fjalli Maður á fertugsaldri fannst í Glerárdal eftir að hafa verið fluttur þangað nauðugur, með mikla áverka og búinn að missa á annan lítra af blóði. 26. apríl 2016 05:00
Dæmdur fyrir handrukkun Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í vikunni þrítugan Akureyring í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ráðist fólskulega á mann og svipt frelsi í handrukkun sem fór fram í apríl árið 2016. 24. ágúst 2018 06:00