Lífið

Samanlögð 190 ára reynsla í nýrri hljómsveit

Ari Brynjólfsson skrifar
Hljómsveitina Bakkabræður skipa Björgvin Ploder, Ingvar Grétarsson, Jón Ólafsson og Óttar Felix Hauksson.
Hljómsveitina Bakkabræður skipa Björgvin Ploder, Ingvar Grétarsson, Jón Ólafsson og Óttar Felix Hauksson. Mynd/Aðsend
Hljómsveitin Bakkabræður ætlar að bera vetrarsólina inn í Kringlu­krána, með feiknastuði, um helgina. Leika þeir Bakkabræður fyrir dansi í kvöld og annað kvöld. Bakkabræður er ný hljómsveit, um er að ræða fjóra kunna tónlistarmenn sem leika þekkt dansvæn dægurlög, íslensk og erlend. Hljómsveitina skipa Björgvin Ploder trommari, Ingvar Grétarsson gítarleikari, Jón Ólafsson bassaleikari og Óttar Felix Hauksson gítarleikari. Þeir Bakkabræður munu skipta söngnum bróðurlega á milli sín.„Hinir nýju Bakkabræður eru einum fleiri en þeir sem við þekkjum úr þjóðsögunum,“ segir Óttar Felix og hlær. Um er að ræða mikla reynslubolta úr tónlist. „Ætli samanlögð reynsla sé ekki svona um 190 ár. Ég sjálfur hef verið að spila síðan 1966.“Tónleikarnir hefjast klukkan 23 bæði kvöldin og lýkur þegar klukkan fer að ganga þrjú. „Við ætlum að spila fjörug lög, bæði íslensk og erlend. Af þessum íslensku ætlum við að taka lög eftir ýmsa af þekktustu íslensku dægurtónlistarmönnunum,“ segir Óttar Felix.Bakkabræður hafa einungis skipulagt þessa tónleika um helgina. Óttar Felix útilokar ekki að þeir endurtaki leikinn við tækifæri. „Ég reikna fastlega með því að við tökum fleiri gigg. Það hafa allir gaman af þessu.“Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.