Innlent

Aðgerðum lokið og íbúar í Njarðvík geta snúið heim til sín

Kjartan Kjartansson skrifar
Björgunarsveitarmenn lokuðu götum í nágrenni staðsins þar sem sprengiefnið fannst.
Björgunarsveitarmenn lokuðu götum í nágrenni staðsins þar sem sprengiefnið fannst. Vísir/Sunna
Búið er að flytja 150 kíló af sprengiefni sem fannst í Njarðvík út úr íbúðarhverfi þar og hefur íbúum verið leyft að snúa aftur heim til sín. Í tilkynningu segir lögreglan á Suðurnesjum að aðgerðum á vettvangi sé lokið.

Sprengiefnið fannst á iðnaðarsvæði verktaka í Njarðvík í morgun en sprengjusérfræðingar gerðu það óvirt með því að úða efnablöndu yfir það. Nokkurn tíma tók þó að búa efnið undir flutning á varnarsvæðið í Keflavíkurflugvelli þar sem til stóð að farga því.

Rýma þurfti nokkur hús í næsta nágrenni svæðisins þar sem sprengiefnið fannst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×