Innlent

Breytingar í löggæslu kynntar í þessum mánuði

Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Stöð 2
Fyrirhugaðar skipulagsbreytingar innan lögreglunnar snúa að yfirmönnum og fela óhjákvæmilega í sér einhverjar hagræðingar. Þetta segir dómsmálaráðherra. Þess fyrir utan ættu almenn störf ekki að ekki að tapast.

Vinna við skipulagsbreytingar á löggæslu í landinu hefur staðið yfir í dómsmálaráðuneytinu frá miðjum september. Hún byggir að hluta á skýrslu sem unnin var árið 2009, um sameiningu lögregluembætta niður í sex. Embættin í dag eru níu, auk embættis ríkislögreglustjóra.

„Sú vinna gengur mjög vel og ég býst við að við getum kynnt fólki tillögur, sem eru aðilar að þessu, innan skamms,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.

Hvað þýðir það?

„Það er í þessum mánuði,“ segir Áslaug.

„Það er auðvitað óhjákvæmilegt að einhver hagræðing eigi sér stað en það er ekki fyrirsjáanlegt að fjöldi almennra starfa detti niður. Við erum að reyna efla löggæsluna með þessum breytingum,“ segir Áslaug.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×